Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 128
334
Trú og hjátrú.
IÐUNN
— Þá biðja þær.
— Þurfa þær nokkurs að biðja? Þær vantar ekki
nokkurn skapaðan hlut. Ekki eru þær svangar, svo mat
þurfa þær ekki að biðja um. Ekki þurfa þær heldur að
vinna. — Hvern fjárann hafast þær eiginlega að?
— Þær syngja án afláts, sagði eg.
— En hvað það hlýtur að vera yndislegt! sagði djöf-
ullinn. Og samt vilt þú heldur hýrast í þessum táradal!
— Það er bleyðimannlegt að óska sér dauða,
sagði eg.
— Já, sagði djöfullinn, þetta var djúpt hugsað. En
til allrar hamingju eru slík bleyðimenni sjaldgæf á þess-
ari jörð. Kannske einn eða svo af tíu þúsundum. Ann-
ars eruð þið hetjur allir saman.
— Ef þú hefðir ekki komið í spilið og eyðilagt alt,
sagði eg, þá hefðum við getað haft það ágætt hér á
jörðinni. Þá hefðum við búið við heilbrigt og réttlátt
skipulag.
— Himnaríki hefir guð verið einn um að innrétta,
sagði djöfullinn. Samt heyrist mér þú ekki gera þér sér-
lega háar hugmyndir um alsæluna. Og svo eg víki að
réttlætinu — hvað ætlarðu að vinna með því? Hugs-
aðu þig nú um! Hugsaðu þér, að heimurinn sé fullkom-
Iega réttlátur og að þú sitjir sjálfur svona hér um bil
miðja vega í metorðastiganum. — Þú situr nú hérna og
juðar við skrifborðið og berð ekki úr býtum neitt að
ráði, hvorki af auði né frægð. Er það nú ekki blátt
áfram huggun að vita, að heimurinn er eins skammar-
lega ranglátur og hann er? — Eg ætla að trúa þér fyrir
leyndarmáli: Það ríkir fullkomið réttlæti í helvíti. Hjá
mér fær hver það rúm, sem honum hæfir. Þó er langt
frá því, að þeir séu allir ánægðir þar niður frá. Nei, þeir
eru ekki svo margir, þegar til kastanna kemur, sem