Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 129
IÐUNN
Trú og hjátrú.
335
kunna acS meta réttlæticS. — Annars gætir þú gjarna
fengið að flytja til mfn.
Þessu svaraði eg stutt og laggott á þá leið, að helvíti
væri sá andstyggilegasti staður, sem eg vissi af, og hvað
sjálfan hann áhrærði, þá væri mér kunnugt um, að allir
hefðu skömm á honum og hvorki séra Friðrik eða eg
vildi hafa neitt saman við hann að sælda.
í fyrstu setti hann upp kærulausan yfirlætissvip, með-
an eg lét dæluna ganga; en það var nú samt sem áður
auðséð, að honum féll illa að heyra óþveginn sannleik-
ann. Hann þaut upp af stólnum og tók að æða aftur og
fram um gólfið. — Off, þessi Hallesby, blés hann.
— Hvað er nú?
— 0, það er einhver að særa mig — það er
náttúrlega hann Hallesby rétt einu sinni. Nú orðið er
hann næstum eina manneskjan, sem ákallar mig í þessu
Iandi. Það er nú Ijóta persónan! Og hann brúkar krít,
svo eg má mig varla hræra. Og svo hefir hann það til
að henda blekbyttum! — Jæja, adjö í þetta sinn, það
var gaman að rabba við þig, eg lít kannske inn aftur
við tækifæri.
Eg ætlaði að fylgja honum til dyra, en hann gekk
beint að ofninum og opnaði eldhólfið. — Það kemur
sér vel, að þú hefir ekki þessa nýmóðins miðstöðvar-
hitun — eg ætla að stytta mér leið, sagði hann og steypti
sér inn í eimyrjuna. Á. H. þýddi.