Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 131
IÐUNN
Ólík sjónarmið.
337
þeim boriS fyrir augu, og sitt af hverju hafa þeir reynt
— einnig margt, sem þeir aldrei bjuggust við. Því lífið
varð alla jafna svo alt öðru vísi en þeir höfðu ætlað,
þá er þeir voru ungir.
— Lífið er stutt, segir léttlyndi augnabliksmaðurinn.
— Það er nógu langt þeim, sem þjáist, segir böl-
sýnismaðurinn.
— Lífið verður það, sem við gerum úr því, segir
gæfumaðurinn.
— Þetta er óbilgjarnlega mælt, svarar ólánsmaður-
inn. Eg get ekki betur séð en að margt það komi fram
við okkur, sem við ekki höfum unnið til.
— Það er aldrei nema rétt, gegnir efunarmaðurinn.
Lífið er skollaleikur. Það er háð óviðráðanlegum atvik-
um og blindri tilviljun.
— Nei, lífið er engin tilviljun, svarar trúmaðurinn.
í Iífi hvers manns er eitthvert innra samhengi, en ekki
ávalt hið rétta samhengi. En það kemur af því, að lífið
hefir verið rifið út af hendi skaparans og beint í aðra
stefnu en þá, er svarar til dýpstu lögmála þess. Því hefir
ekki verið lifað samkvæmt guðs vilja.
Þannig ræða þeir um lífið, hver út frá sínu sjónar-
miði. A meðan deginum hallar og skuggarnir lengjast
og sólin nálgast hafsbrún.
Einn í flokknum varpar öndinni mæðilega: Ó, að eg
væri ungur í annað sinn. Og fleiri taka undir. Andvörp-
in stíga frá mæddum sálum og berast út í fjarskann,
þung og dapurleg eins og þytur í haustskógi: Ó, að
við værum ung af nýju. En það er með okkur eins og
strákinn, sem átti eina einustu eldspýtu. Hann kveikti
á henni um hábjartan dag til þess að sjá, hvort hún væri
nýtileg. Og svo um kvöldið, þegar orðið var dimt, ætl-
IÐUNN XIX
22