Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 134
340
Ólík sjónarmið.
IÐUNN
ekkert að þakka. Hafi guð skapað okkur og sett okk-
ur inn í þessa veröld, þá er það hann, sem hefir skyldur
gagnvart okkur. Og það væri alls ekki of snemt, þó
mennirnir færu nú að minna skaparann á skyldur sínar
gagnvart þeim.
Niðurstaðan verður þá þessi: að foreldrarnir eiga að
heiðra börnin og guð á að heiðra mennina.
Hér má segja, að Hamsun setji boðskap sinn á yzta
odd, tefli á fremsta hlunn. Þetta mun vera kallað að
færa kenningar sínar út í öfgar, og trúmennirnir — og
raunar miklu fleiri — munu fráleitt vilja fylgja Hamsun
eftir þessum hugsanaleiðum. En það, sem fyrir honum
vakir, er líklega þetta: Það er mein okkar samtíðar,
að hún heiðrar ellina og setur hana í hásætið, leggur
völd og virðingu í hennar hendur. En æskan er að vett-
ugi virt. Því er og elliblær yfir tímanum. Þetta verður
að snúast við. Æskan á að komast til vegs og valda,
æskan á að heiðrast. Þá fyrst verður tíminn ungur og
framtíðin framtíð. Framtíð eins og æskan ein getur skap-
að hana.
Æskan á framtíðina! Þetta vígorð Hamsuns lætur
náttúrlega vel í eyrum þeirra ungu. Það kitlar tilfinn-
ingar æskumannanna. En látið það ekki ala hégómadýrð
eða sjálfbyrgingsskap í brjóstum ykkar. Ekki svo að
skilja, að enginn sannleikur sé í því fólginn. Víst er það
satt, þó að eins hálfsatt. Æskan á framtíðina — um
stund. Síðan ný æska í endalausum straum. Þeir, sem
nú eru gamlir, hafa einu sinni verið ungir. Einu sinni
hafa þeir átt framtíðina. Hvenær hafa þeir hætt að eiga
hana? Og hve lengi á núverandi æska rétt til hennar?
Og enn fremur: Til þess að eiga framtíðina verður
æskan að vera ung í eiginlegum skilningi. Hún verður
að skilja samtíð sína, og hún verður að eiga trú og vilja