Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 135
IÐUNN
Ólík sjónarmið.
341
og þrótt til þess að skapa framtíS, sem er betri en nú-
tíðin. Ekki öll æska á þessi skilyrði. Það eru ekki allir
æskumenn, sem geta talist ungir í þeim skilningi, að
betri framtíð spíri í hugum þeirra. Og hins vegar eru
ekki allir gömlu mennirnir gamlir, svo að þeir eigi ekk-
ert annað skilið en að verða skotið fyrir glugg og gerð-
ir að hornrekum í lífinu. Við skulum ekki láta Hamsun
og hans nóta leiða okkur út í alt of fjarstæðar öfgar.
Annað stórskáld, Svíinn August Strindberg, stóð á
öndverðum meið og hrópaði á móti skáldbróður sínum:
Heiðrum ellina! í Blábók sinni hefur hann harðvítug
andmæli gegn boðskap Hamsuns. Eftir skoðun hans eru
það einmitt gömlu mennirnir, sem eiga rétt til lífsins og
eru verðir allrar sæmdar. Þeir eiga vizkuna, reynsluna,
lífsspekina. Æskumennirnir eru óvitar, sem elta hrævar-
elda og berjast við vindmylnur og hafa lítið annað að
fara með en hégóma og vitleysu. Og komi það fyrir,
að þeir skreyti sig vizkufjöðrum, þá má ganga að því
vísu, að þær fjaðrir eru annað hvort fengnar að láni
eða stolnar frá gömlu vitringunum.
Strindberg gerðist trúmaður og dulhyggjumaður á
efri árum sínum. Og þá er hann skrifaði um þessi efni,
var hann víst ekki kominn lengra en inn í bölhyggjuna.
Það er sú hyggja, sem ávalt hefir ótrú á því nýja og
unga. í augum þeirra, er þannig líta á tilveruna, er jafn-
vel æskan gömul, því hún ber ellina í sér frá fyrstu
stund. Æskan og morgunroðinn er hégómi og eftirsókn
eftir vindi, segir Prédikarinn.
Veröldin er gömul, og lífið ber á sér mörg ellimörk.
En þau trássast við og vilja vera ung. ódáinslyf eru
fundin upp, vísindalegum getgátum er kastað fram, og
menn rugla um eilífa framrás og endurnýjun. Síðast
kom þróunarkenningin, sem við gripum dauðahaldi í.