Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 136
342
Ólík sjónarmið.
IÐUNN
Mannkynið og náttúran öll var á leið framþróunar. Líf-
ið stefndi upp á viS, til óendanlegs þroska og fullkomn-
unar. En svo hendir þaS við og við, að við vöknum
óþægilega upp af þessum sælu draumum. Heimsstyrjöld-
in kom og vakti okkur, og við sáum tannbert glott dauð-
ans og eyðileggingarinnar hvert sem við litum. Þar, sem
við áður sáum bara æsku og fegurð og velsæld, glæsi-
lega menningu og óslitna framsókn — þar blasti nú við
sjónum okkar ófrýnileg ásýnd mannvonzku og heimsku,
hrörnun, rotnun og viðurstygð. Skurðgoðið sprakk, og
út skriðu ormar og pöddur.
Veröldin er gömul, en hún vill vera ung. Alt, sem
sýnist vera af æsku, hrifsar hún til sín í logandi æði og
sýgur það í sig með gráðugri áfergju. — Brjótum blóm-
in, áður en þau visna. Gleðjumst, meðan við erum ung.
Eftir heita æsku og mæðusama elli tekur moldin við
olckur. Svo segir í stúdentavísu, sem oft er sungin. Og
skáldið Bellmann kveður: Tæm glasið, sjá, dauðinn bíð-
ur þín. — Látum oss eta og drekka, því á morgun deyj-
urn vér, sögðu Forn-Grikkir — og liðu undir lok.
Veröldin trúir ekki á æsku, sem endist, og samkvæmt
því fær hún að eins æsku, sem deyr. Eða öllu heldur
týnir sjálfri sér í tryltum leik, á viltu hlaupi eftir hrævar-
eldum og blekkingum. Þegar svo ellin kemur og skygn-
ist um eftir ávöxtunum, sem æskublómin gáfu fyrirheit
um, og finnur enga eða fáa, þá svellur henni harmur,
og hún segir æskunni óþveginn sannleikann. En æskan
læzt ekki heyra, vill ekki heyra. Og svo þróast óvildin
og hatrið, sem staðfestir djúp á milli gamalla og ungra.
Og það djúp verður ekki brúað.
Þannig talar bölhyggjumaðurinn. Hefir hann rétt fyrir
sér? Það skulum við láta liggja milli hluta fyrst um
sinn. Sennilega er hann nokkuð einsýnn, ekki síður en