Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 137
IÐUNN
Ólík sjónarmið.
343
Hamsun og postular hans í lofsöngvum sínum um æsk-
una og sleggjudómum um öldungana.
En hér höfum við í öllu falli tvö gagnólík sjónarmið,
tvenn viðhorf gagnvart einhverju mesta vandamáli lífs-
ins — viðhorf, sem toga hvort í sína átt. í fljótu bragði
mætti svo virðast, sem þarna væri ekki unt að koma á
neinum sáttum. Er það svo í raun og veru? Er djúpið
óbrúanlegt? Eða finst hér einhver „synthesa", sem tek-
ur andstæðurnar upp í sig og sameinar þær í eins konar
hærri einingu? — Við skulum leiða fram eitt vitnið enn
þá — þriðja skáldið, sem einmitt gerir tilraun til að slá
brú yfir djúpið. Þetta skáld er Arne Garborg, einn hinna
djúpvitrustu manna, sem Noregur — og Norðurlönd öll
— hafa fóstrað. í djúpsæju og fögru æfintýri eða öllu
heldur eintali hefir hann lagt fram hugsanir sínar um
þessi efni. Æfintýr sitt nefnir Garborg „Paa hi sida“, en
það þýðir orðrétt útlagt: Hinum megin. Þetta æfintýr
hefir áður verið birt á íslenzku, en undir annari fyrir-
sögn (sjá Iðunni XIII, 1.), og leyfi ég mér að nota þá
þýðingu að mestu orðrétta. En æfintýrið hljóðar á þessa
leið:
Eg spurði gamlan mann: Hvað hefir þú lært af lífinu?
Hann leit á mig — augum, sem virtust horfa yfir höf.
Og hann sagði:
Eg var ungur og vissi alt. Og eg var óspar á vizku
mína. Eg talaði um alt það, sem eg vissi, og meira til.
Og mig furðaði á því einu, að mín máttugu orð ekki
umsneru heiminum.
Gömlu mennina kendi eg í brjósti um •— þá, er einsk-
is meira höfðu að vænta. En þegar þeir töluðu um lífið
og vildu kenna mér, hvað það væri, þá hló eg í mínu
hjarta. Og eg drap titlinga framan í jafnaldra mína: