Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 138
344
Ólík sjónarmið.
IÐUNN
Aumingja gömlu mennirnir! Hvað vita þeir um lífið,
sem eru búnir að gleyma því.
En svo varð eg eldri og kom í skóla.
Það var skólinn sá, sem enginn trúir á, fyr en hann
er þangað kominn.
Kennarinn heitir 111 reynd og kenslustundirnar von-
brigði. Hún er löng, skólagangan sú, því vonbrigðin eru
mörg og margvísleg. Og ný hverjum, er reynir þau. Þú
fékst ekki það, sem þú vildir. Eða þú fékst það, en það
var ekki það, sem þú vildir. Eða það var það, sem þú
vildir, en þú mistir það aftur. Afrek þín reyndust lítils
virði. Það, sem þú vildir bezt, var lagt út á versta veg.
Það, sem þú treystir á, varð þér að tjóni og tapi. Það,
sem þú væntir hjálpar af, varð að steinum á vegi þínum
og gráum hárum á höfði þér. Og svo hvað eftir öðru,
eins og skrifað stendur í öllum vísum bókum.
í þenna skóla gekk eg. Og eg lærði og lærði. Og því
meira sem eg lærði, því minna vissi eg.
Undarlegt er það að koma yfir um — á bak við sjón-
hverfinguna miklu — og sjá, að alt er öðru vísi frá
þeirri hlið skoðað. Þá segir þú við sjálfan þig: Lífið
er lygi. Og þú stendur ráðþrota og starir á þessa himin-
bláu veröld, sem er svo saklaus að útliti. Og þér skilst að
lokum það, að alt er þér óskiljanlegt. Og þú spyr: Til
hvers geng eg hér eins og fífl?
En þú sleppur ekki með það. Otlærður ertu ekki, fyr
en þú greinir sannleikann gegnum hulu lyginnar — fyr
en þú hefir starað þig hálfblindan niður í hyldýpi mein-
ingarleysunnar og meiningin lykst upp fyrir þér — eins
og tindrandi auga — frá botni djúpsins.
En leiðin þangað er löng. —
Einn góðan veðurdag nam eg staðar, ráðþrota og
mæddur, og leit yfir farinn veg. Það var víst frá þeim