Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 139
IÐUNN
Ólík sjónarmið.
345
degi, að hár mitt tók að grána. Því skelfingin greip mig
og hélt mér heljartökum. Lengi. Eg horfðist í augu viS
beizkan veruleikann og varð að viðurkenna fyrir sjálf-
um mér: Vissulega — nú ertu orðinn gamall. Og Iífinu
er eytt og spilt. Segðu mér eitt, karl minn! Hvernig hef-
ir þú farið með það?
Ekkert svar.
Eg reyndi að láta sefast, svo sem mér var unt. Og
eg hughreysti sjálfan mig, eins og við gerum öll, þegar
svo ber undir.
En þessi er huggun mannsins, þegar hann hefir farið
villur vegar, eytt æfi sinni til einskis og vaknar í skelf-
ingu og kvöl: Eg vil vitna íyrir bræðrum mínum —
þannig hugsar hann — fyrir mínum yngri bræðrum og
aðvara þá, svo þeir komi ekki í þenna sama kvalastað.
Þá hefi eg ekki lifað alveg til einskis. Og ef til vill var
þetta einmitt hinn duldi tilgangur lífsins: að 111 reynd
skyldi gera þig að kennara bræðra þinna og að leiðsögu-
manni þeirra.
Og eg vitnaði fyrir bræðrum mínum — æskumönn-
unum, sem enn þá stóðu á vegamótum og gátu valið
hverja þá leið, er þeir vildu. Og eg sagði:
Veljið víslega. Trúið ekki lífinu. Það er sjónhverfing
og tál. Það læzt vera annað en það er. Alt, sem við er-
um á þönum eftir, er hégómi og heimska — hrævareld-
ar, sem ginna okkur út á kviksyndið, en svo þegar við
Iiggjum í feninu og sökkvum dýpra og dýpra og sjáum
engin ráð til að komast upp úr — þá hæða þeir okkur
og hverfa sjónum.
Þannig talaði eg til æskumannanna. En þeir hlógu. Og
þeir drápu titlinga hvor framan í annan og sögðu: Aum-
ingja gömlu mennirnir! Hvað vita þeir um lífið, sem eru
búnir að gleyma því?