Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 140
346
Ólík sjónarmið.
IÐUNN
Og þessi stund varð mér enn ein kenslustund. Þetta
hafði eg átt eftir ólært. Og þaS var mín sfðasta von,
sem brást.
Ungur má ekki læra af gömlum. Þá yrði hann gamall
sjálfur og þyrði ekki að hætta á lífið. En sá einn ber
sigur frá borði, sem teflir á tvær hættur. Því eru mein-
bugir Iagðir á milli æsku og elli, svo þær skilji ekki hvor
aðra. Þær standa sín hvorum megin gátunnar miklu og
tala hvor sitt tungumál. Því lífsgátuna má enginn ráða
fyrir annan. Hana verður hver og einn að ráða fyrir
sjálfan sig, eða hníga að velli að henni óráðinni.
Og ekki þér, heldur mér er falið j?að starf að vera
kennari æskumannanna, sagði 111 reynd. Þú mátt vera
ánægður, ef þú kemst einhvern tíma svo langt, að þú
getir verið þinn eigin kennari.
Þá draup eg höfði og þagði.
Þunglyndi mikið og hugarvíl kom yfir mig. En í þung-
lyndinu var ró.
Og nýjar hugsanir komu — hljóðlátari en þær gömlu.
Ef til vill var þetta leyndardómurinn við lífið: að læra
að verða sinn eigin kennari. Ef til vill væntir enginn þess,
að eg umturni heiminum.
Þolgæðið efldist í mér. Og nú brosi eg að öllum þess-
um unga áhuga og þessu óþoli, sem ætlar að umturna
heiminum strax í dag.
Æskumennirnir eru lítið öfundsverðir. Þeir eiga langa
leið fyrir höndum, og á þeirri leið verða þeir að vaða
svo mikinn reyk. Þegar þeir eru að tala um lífið og vilja
fræða mig um, hvað lífið sé — þá brosi eg. Og eg drep
titlinga framan í jafnaldra mína og segi: Aumingja ungu
mennirnir! Hvað vita þeir um lífið, sem eiga eftir að
lifa því?