Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 141
IÐUNN
Eva.
347
En inst f hjarta mér el eg þessa ósk: Guð gefi, að
þeir ættu nóg af æsku. Því fyrir æsku vora — og hana
eina — getum vér eignast vizku.
Stúfr Stígandi.
Eva.
Ferðasaga.
Sagan byrjar þar sem eg stend á þilfari eins af „Foss-
unum“ og horfi á tvo gamla, veðurbitna sjómenn gutla
í hálsi á síðasta farmbátnum, sem er að fara í land, en
hinn þriðji stendur í skutnum og er að bisa við hálf-
brotinn kandískassa, auðsjáanlega í þeim tilgangi að ná
þar í ókeypis mola, sem síðan má geyma í snýtuklútn-
um, þar til heim í kofann er komið til krakkanna.
Þá gellur við í gegnum fjandaganginn í akkerisvind-
unni bálreið rödd stýrimannsins: ,,Þú þarna djöfull,
sjáðu kassann í friði“.
Sá, sem til er talað, heykist þegar hljóðalaust niður
á ,,plittinn“ og sleppir kassanum, en skýtur um leið aug-
um í skjálg til gufutröllsins og íbúa þess, sem í þetta
sinn hafa gert sig að hans siðferðilegu forsjón.
Mig tekur sárt til gamla mannsins, og mér verður hálf-
ónotalegt af því að sjá, hve vesældarlega hann tekur
þessum ruddalegu ákúrum.
Eg veit, að hinn mikli járnskrokkur, með himingnæf-
andi möstrum, reyk- og gufuspúandi vélum og gegnum-
skerandi öskri, er í huga hans eins og einhver fjarlæg-