Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 142
348
Eva.
IÐUNN
ur og óskiljanlegur heimur, hvers áhrif og snertingu
maSur eigi fær skilið á hversdagslegan hátt, og því
verður viðbragð hans undan óumflýjanlegri tilveru þessa
óskiljanlega heims bæði auðmjúkt og ratalegt í senn.
Að stundu liðinni er „Fossinn“ kominn út fyrir fjarð-
arkjaft, og þá stend eg enn við öldustokkinn og renni
sjónum yfir kollhúfulega hálsa og fjarðarmúla, sem eru
að hverfa og renna saman í langan og breiðan gráan
borða, undir blárri hjálmhúfu loftsins. Eg er búinn að
fara um alt skipið og skygnast um eftir rúmi, en það er
hvergi að fá nema í lestinni, og þótti mér það sízt fýsi-
legur samastaður.
Þar var kös af fólki á öllum aldri, sem búið hafði sér
náttból á fiðursængum, dívönum, matvörusekkjum, þak-
papparúllum og skolpleiðslurörum. En með því að hin-
ir notalegri staðirnir voru yfirfullir af körlum og kon-
um í hinni innilegustu sameiningu og án alls manngrein-
arálits, þá bjóst eg við, að mitt hlutskifti yrði pappa-
rúllurnar eða skolprörin, og vildi eg í lengstu lög fresta
í öllum skilningi svo hörðum örlögum.
Eg ranglaði því aftur undir varastýrið og var svo
þrælheppinn að slysast þar á kaðlahrúgu, sem var auð
þá stundina, og var eg fljótur til að leggja hana undir
mig og reyndi að gera mig eins burgeislegan í setinu og
kostur var á. Fótastillinguna skeytti eg minst um, enda
voru skórnir ekki verulega ríkmannlegir, en snotran, grá-
an rykfrakka breiddi eg vandlega yfir hnén og þar á
ofan svartan járnstaf lakkdreginn, með nikkelhúðuðu
handgripi. Það var til að sjá ákaflega líkt gljáandi íben-
holti og glitrandi silfri, því þetta var mesti forláta grip-
ur, sem kostað hafði 2 kr. 75 aura. Brúna pappatösku
litla setti eg við hlið mér. Er eg hafði þannig um búist,
leit eg með velþóknun yíir alt, sem eg hafði gert, og sá