Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 143
IÐUNN
Eva.
349
það var harla gott, og myndi eg nú geta boðið flestum
byrginn, sem ekki væri því frekari, þ. e. a. s. ef eg
þá ekki vilti þeim svo sýn, að þeir tækju mig fyrir ,,ekta“
burgeis.
Er eg hafði legið á kaðalvafningunum um stund og
vellíðan hvíldarinnar hafði endurnært mig og blessað
með gjöfum sínum, varð hugurinn bljúgur og lundin
létt, og lind hins orðvana Ijóðs, sem falin liggur í brjósti
hvers íslendings, streymdi fram eins og fjallalækur á
vordegi.
Hver, sem hefir reynt það að sitja heila nótt á skolp-
leiðslurörum og hvíla sig á því að halla bakinu upp að
þakpappahlaða, hann má lofa það, ef hann vill, en eg
geri það ekki. Jafnvel þó að gott sé í sjóinn og sumar-
nótt hafsins fylli lestina andhlýju og annarlegri ró, þá er
slíkt náttból ekki til þess fallið að njóta þar sælla
drauma.--------------
Það fór eins og mig hafði órað fyrir, eg lenti á rör-
unum og þakpapparúllunum, ásamt tveim eða þrem öðr-
um, sem sýndust taka þeim forlögum með óbifanlegri
ró, svo ill sem þau voru. En með mig höfðu þau farið
þannig, að fyrst og fremst höfðu þau gersamlega rænt
mig öllu burgeisa-útliti, því þarna varð eg að sitja sam-
anhnipraður á mfnum fallega frakka til þess að hafa
viðþol, og silfrið og íbenholtið á stafnum góða sá eg
nú ekki lengur, að eg ekki tali um listina, sem fyrir
löngu var gengin allrar veraldar veg.
Hugurinn var fullur af máttvana reiði, viðbjóði, sorg,
vesælli sjálfsmeðaumkun og bjánalegri heimspeki í bland.
Eg var að reyna að stytta tímann með því að horfa