Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 145
IÐUNN
Eva.
351
kyrrustu kjörum og hvorki hljóðskraf né létta hlátra
þaðan að heyra. Hvort augnaráÖi mínu hefir veri'Ö um
að kenna eða einhverju öðru, veit eg ekki, en nú hætti
sá litli að öslcra og klifraðist yfir vöruhla'Öana út í horn-
ið og fór að leita að perunni, sem skrúfuð hafði verið
niður. Honum tókst reyndar að finna hana og koma
henni í réttar skorður. Sáust þá glögt í ljósbirtunni þrjú
ungleg andlit, sem virtust sofa vært undir rauða teppinu.
En sá með sykurtoppskollinn var ekki ánægður með
þetta, heldur ruggaði alla leið að sænginni og kallaði
með gargandi rödd: „Halló! Þú þarna, Siggi, Samúel,
Satan eða Betúel eða hvern djöfulinn, sem þú heitir! “
En þegar þetta hreif ekki til þess að raska ró þremenn-
inganna, fór hann að hafa hönd á teppinu, sjáanlega í
þeim tilgangi að svifta því burt. Þá reis annar pilturinn
upp á olnboga, ýtti honum harkalega frá og mælti af
þjósti: „Láttu okkur vera, andskotans fíflið þitt!“ —
Nú varð fyrst verulegur hvellur, því árásarmaðurinn
lét ekki bjóða sér svona meðferð fyrir ekkert, enda
hafði hann öndverður oltið við hrindinguna. Skríður
hann nú einhvern veginn á fjórum fótum að flatsæng-
inni, hvolfir sér yfir hana með fádæma óhljóðum, svo
að flestir í lestinni vakna og líta upp forvitnum spurnar-
augum. „Þinn djöfuls hórmangari, eg skal------------
Setningin endaði í óskiljanlegu urri, því hann hafði lent
með andlitið í þykku og gullnu laushári konunnar, sem
varð alveg ókvæða við þessa illu sendingu og stekkur
upp með hræðsluhljóðum, jafnhliða því sem legunautar
hennar sparka þessum óboðna gesti á burtu enn á ný.
Félagar hans, sem fram að þessu höfðu staðið á lú-
unni við lestartröppuna og verið að bæta á sig, koma
nú og reyna að hafa hann á burt með góðu og sýna
honum fram á, að hann þekki þetta fólk ekki neitt og