Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 148
354
Eva.
IÐUNN
að eg segcSi það ekki, heldur muldraði eitthvacS, sem
enginn skildi, því í sama bili sá eg, að þar var Sykur-
toppur kominn, og hirti eg þá ekki um hæverskuna,
mér gazt svo óskiljanlega illa að þeim manni.
Ruddist hann fast um með svartan sjóarapoka á baki,
en tösku mikla í fangi, og var bundið saman opið pok-
ans og handfangið töskunnar, og lá tengslið yfir öxl
honum.
Varð það nú fangaráð mitt að hverfa þarna frá og
leita aftar á þilfarið, þar sem mannfærra var og frið-
samara.
Sem eg geng fyrir hornið á öðru farrými, er eg nærri
hlaupinn í fang hinnar gullhærðu meyjar, sem gert hafði
mig að heimspekingi í neyð og þrengingum næturinnar.
Stóð hún þar í ferðafötum, svörtum, víðum skálmum og
stuttum nærskornum jakka, en óskýlt lét hún sínu gull-
fagra hári, sem að vísu var klipt, en þó allsítt, svo að
nálega sat á herðum, og fest með spennum aftur um
eyrun.
Eg hafði strax orðið snortinn af þessari konu, er eg
sá hana í uppþotinu um nóttina, og nú óx sú tilfinning
um allan helming, er eg leit hana í dagsljósinu. Eg fékk
hjartslátt, varð feiminn og undirleitur og vissi ekkert,
hvað eg átti að segja. Því eg var bara 19 ára, og hún
var svo undur falleg og heldur gletnisleg. Þá beit eg á
jaxlinn, bölvaði hljóðlega og mælti síðan: „Góðan dag-
inn! Nafn mitt er Þormóður“. „Góðan dag! Ég heiti
Eva, og við skulum bara þúast, það er miklu frjáls-
legra“, mælti hún og brosti við mér, svo að skein í
mjallhvítar og fagrar tennur. „Ertu nokkuð kunnugur
hér í landi?“ „Ónei, ekki getur það nú heitið, eg hefi
komið hér einu sinni áður eða svo, en þekki engan
mann“. „Því er eins varið með mig, en eg á þangað er-