Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 149
IÐUNN
Eva.
355
indi og verð því aS fara í land“. „Ertu þá aS fara?“
„Já, líklega bráðum; karlinn, sem lofaði að flytja mig,
er eitthvað að stússa fram á hjá hásetunum“. „Eg var
nú líka að hugsa um að fara í land, ef einhvern tíma
rénaði troðningurinn við tröppuna". „Komdu þá með;
svo getum við skoðað okkur um f landi á eftir“. „Ertu
ein þíns liðs?“ mælti eg og sá í huganum lestarhorn,
þar sem pera var skrúfuð niður. Hún leit til mín, leiftur-
snögt, hló lágt og skært, lagði hönd sína á handlegg
mér og mælti: „Já, eins og er. En nú skulum við koma
og leita að mínum ágæta ferjukarli“.
Meðan á þessu samtali stóð, höfðu flestir bátarnir
farið, og var nú að mestu mannautt við stigann. Fram
við skipskinnunginn flaut svolítil gaflkæna, sem rauð-
skeggjaður og úteygður kroppinbakur sat í og var
að ausa.
Lagskona mín kallaði til hans hátt og fjörlega:
„Halló! gamli minn, ertu þá til?“ „Já, það held eg“,
anzaði hann önugur og skrækróma, um leið og hann
dró kænu sína aftur að stiganum. Þegar hann hafði náð
þar handfestu, stildraði eg niður til hans á stigapallinn
og ætlaði síðan með sannri riddaralegri háttprýði að
hjálpa mínum fagra förunaut um borð í þenna aumlega
farkost. „Nei! nei!“ segir hún, „farðu fyrst og réttu
mér svo hönd þína, það gengur betur svoleiðis". Fann
eg, að hún myndi sjóvanari en eg og lét því að orðum
hennar.
Þegar út í þenna manndrápsbolla var komið, sem
hoppaði eins og skel á lognöldunni, sá eg þess engin ráð
að við fengjum sezt niður, því ekki var nema ein þóft-
an, og sat Rauðskeggur þar og seig fast á árar.
í kjalsoginu var kassi einn lítill; benti bátsráðandi
okkur að sitja þar, og mátti það takast með því móti,