Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 150
356
Eva.
IÐUNN
að eg sæti undir stúlkunni, og það gerði eg með mestu
ánægju. En ekki var þar rými meira en svo, að leggja
varð hún hendur um háls mér og andlit sitt þétt að mínu
til þess að vera óhult fyrir árahlummum ræðarans.
Eg sá brátt, að við mundum verða tímakorn í land,
því karl stefndi að húsi litlu, sem var þó nokkurn spöl
fyrir innan þorpið. Þótti mér þetta hvergi miður, því
að í hvert sinn, sem báthornið seig f kvikunni, féll mær-
in fastar í fang mér, svo að kinn hennar snart mína.
Eg varð þess á engan hátt var, að hún kynni þessu
illa eða gerði neitt til að draga úr þessum afleiðingum
veltingsins. En eg var skítfeiminn og heldur lúpulegur
á svipinn, þó eg hins vegar væri í sjöunda himni og
mjög sæll að hafa hana svona í faðminum, og eg þrýsti
henni oft mikið fastar að mér en þörf var á.
Bara að karlhlunkurinn væri blindur og daufdumb-
ur eins og saltfiskur, hugsaði eg, þá myndi eg kannske
þora að snerta þessar hlægjandi varir og horfa í þessi
glettnu og gáskafullu augu. En það var nú eitthvað ann-
að. Karl-ófétið var einmitt alt af að glápa á okkur og
glotta ofan í eldrautt skeggið.
Eg var búinn að margóska honum hins versta dauða
og eilífrar útskúfunar, þegar hann loks reri upp í lygn-
an vog og batt þar lcúff sitt við slétta klöpp. „Er það
hér, sem þú átt erindi?" mælti eg. „Nei, það held eg
ekki sé, það er víst út í þorpinu".
Það var mesti tröllavegur þarna út með sjónum, stór-
grýti, klettasnasir og glerhálar þangi vaxnar flúrur, sem
ilt var að fóta sig á, enda kom það alveg af sjálfu sér,
að við leiddumst eins og gamlir og nýir unnendur.
Eg var nú nokkuð farinn að jafna mig hið ytra, en
því sterkari og ómótstæðilegri var þráin hið innra.
En eg var auðvitað of huglaus til þess að áræða neitt.