Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 152
358
Eva.
IÐUNN
Hátt uppi í sjávarbökkunum kom eg auga á grasi
vaxna sillu. Þangað kleif eg og lagðist niður í skugga
nokkurra bjarkarunna, er þar uxu. Eg setti hendurnar
undir hnakkann og starði upp í himinblámann, eins og
meðan eg var barn og sá þar uppi hvítvængjaða engla,
sem léku sér að gullkögruðum skýjum. Nú sat eg þar á
bólstrunum hjá þeim, með gullhærða mey í faðminum,
hverrar kossar brunnu mér á vörum og hverrar faðm-
lag var svo ríki af unaði, að hjarta mitt titraði af sælu
og sætlegum ilmi.
Hvað var þetta? Hvað stakst inn í síðuna á mér? Eg
þreifaði undir mig, en fann ekkert í grasinu. Það hlaut
þá að vera eitthvað í vasa mínum. Jú, mikið rétt, þar
var þá peru-andskotinn, sem eg hafði skrúfað úr um
nóttina. Eg þeytti henni af hendi eitthvað á burt. En
nú voru englarnir horfnir og allir þeirra gullskýjabólstr-
ar, að eins einn var eftir, eins og eldrautt vattteppi.
„Nei! nei!“ hrópaði eg, „það er lygi, lygi, lygi. Eva,
elsku hjartans Eva, eg veit það er lygi og að ekkert er
satt nema það, að þú ert komin inn í líf mitt til að hverfa
þaðan aldrei aftur“.
Eg fann ilm af gullnu hári, sem lá á öxl minni, yl frá
fjaðurmögnuðum líkama og mjúkum brjóstum, sem
hvíldu við barm minn, og angan frá rauðum, ögrandi
vörum, sem boðnar voru fram til kossa um leið og þær
sögðu: „af því þú ert svo mikið stórt og elskulegt
barn“.
Ilmur bjarkanna, suð skordýranna og órar minnar
tvítugu ástar stigu mér til höfuðs eins og höfugt vín, og
eg sofnaði fast. Og guð draumsins sigldi með mig og
hana á steindum dreka yfir sólglitað haf, þar sem ald-
an reis og hneig.---------
Ég brá svefni við það, að hádegissólin skein mér á