Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 153
IÐUNN
Eva.
359
augu. Mér til mikillar gremju hafði eg þá sofið fullar
þrjár stundir. Eva var því sennilega komin og farin aft-
ur, án þess að verSa mín vör.
Það var þá ekki um annað að gera en arka af stað
út í þorpið og vita, hvort eg rækist á hana þar. Fram
og aftur ráfaði eg um rykugar göturnar. Eg leit inn í
sjávarhúsin við bryggjurnar, þar sem fjöldi kvenna
vann að fiskþvotti, inn í vöruskemmurnar, þar sem
karlarnir strituðu, en hvergi bólaði hið minsta á minni
glettnu og fjörugu Evu.
Loks bar mig að húsi, þar sem á var letrað hlemmi-
stórum stöfum: „Kaffi, Matur, Gisting“. Þar gekk eg
inn í stóran sal með mörgum og smáum borðum og bað
um sterkt kaffi.
Strjálingur var þar af fólki, flest frá borði, að því er
inér virtist.
Á einum salarveggnum voru dyr nokkrar, og féllu
þar hurðir að stöfum, en þó skynjaði eg að vera myndi
þar knæpur nokkrar fyrir þá, sem fremur vildu vera í
næði og fáferli einrúmsins en í ysi og þysi meðal spur-
ulla augna.
Glögt mátti þaðan heyra glasaskvaldur og hása söng-
tóna.
Þjónustustúlka fór með kaffi inn úr dyrum þeim, er
næstar mér voru, og lagði þá út um gættina gargandi
rödd, sem raulaði: „Mér er sama um Gönnu, mér er
sama um alt, nema sekur og rjóma og sker“.
Þá laukst aftur hurðin, og í því kom kaffið til mín.
Það var þunt og vont og mjólkin slæm, svo að eg drakk
lítið af því, stóð á fætur og ætlaði út að halda áfram
leitinni að minni draumabrúði.
Þá opnuðust enn á ný hinar áður umgetnu kompu-
dyr, og hljómaði nú út um þær skær og að mér fanst