Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 154
360
Eva.
IÐUNN
kunnleg kvenrödd, sem söng lágum og dillandi rómi:
„Þó ökutækin ónýt séu og yfirfull af skríl, þá leynist
stundum lagleg stúlka í ljótum kassabíl“.
Eg vissi, að eg þekti þessa sætu rödd frá þúsund öðr-
um og leit því inn um hálfopnar dyrnar yfir öxl heima-
stúlkunni, sem í þeim stóð, og mér til óumræðilegrar
skelfingar sá eg gullið hár, hraðglettin augu og rauðar
ögrandi varir, boðnar fram til kossa, í fanginu á —
Sykurtopp. „Eva!“ kallaði eg hálfhátt. Þá lokaðist hurS-
in, og lykli var snúið að innan.
Eg vissi ekkert, heyrði ekkert og sá ekkert, fyr en eg
stóð aftur undir bjarkarunnunum. Þá tók eg eftir því,
að eg var að þrástagast á þessu: „Mér er sama um
Gönnu, mér er sama um alt, nema sekur og rjóma og
sker“.
Þegar eg gætti þess, hvað eg var að fara með, og
undir hvaða kringumstæðum eg hafði heyrt það, þá
fyltist eg ofsareiði, hóf á loft minn gamla góða staf og
ætlaði að slá honum af alefli í steinstrýtu, sem stóð þar
hálf-losaralega á sillubrúninni.
Fífl! Grasasni! Já, það er einmitt það, sem þú ert.
Að láta eins og vitlaus maður, þó að stelpugála, sem er
ekki einu sinni falleg, hafi kyst þig nokkra kossa!
Þormóður.