Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 157
IÐUNN
Bækur.
363
Hvað húsakynnin snertir, þá hefir tugthúslimurinn eflaust
átt miklu betri kosti að fagna en sjálfur Hannes biskup í
Skálholti, sem varð að sofa, matast og vinna sín biskupsstörf
í skakkri stofu, sem öll rann út í raka, með tvö uppgöngu-
augu í gólfinu, annað rétt undir rúmi biskups! Einna átak-
anlegast er þó að lesa um kjör þau, sem fræðimaðurinn
sra. Gunnar Pálsson átti við að búa á gamals aldri. En um
það verður að vísa til bókarinnar, hún borgar lesturinn, —
enda hefir hún hlotið verðlaun úr „Heiðurslaunasjóði Ben.
S. Þórarinssonar“ og Bókmentafélagið hefir gefið hana út.
Bréf Matthíasar Jochumssonar.
Bókadeild Menningarsjóðs. Akureyri, 1935. Bls.
XII -)- 804. Með 5 myndum og rithandarsýnis-
hornum.
Hér kemur þá loks fyrir almennings sjónir bréfabók
Matthíasar, með bréfi fyrir hvern dag ársins (365), og hefir
Steingrímur læknir, sonur hans, safnað, valið og búið bréfin
undir prentun. Um valið segir útg.: „Fyrir mér vakti að
taka einmitt og einkum það, sem var andrikt, fjörugt og
skemtilegt, en sleppa ýmsu litilvægara um fréttir, dægur-
þras og þess háttar, eða leiðinlegum bollaleggingum um bú-
skaparbasl, heimilisáhyggjur og fátækt. Unl fram alt vildi
eg halda til haga öllu, sem sýndi hinn sivakandi trúmála-
áhuga hans, áhugann fyrir öllum trúarbragðaumbótum í
samræmi við vaxandi þekkingu manna, og þá eklci siður
sannleiksþorsta hans, vantrú og trú á víxl, óbeit hans á allri
hjátrú og ótrú á erfðakenningum og kreddum. Og síðast en
ckki sizt: rauða þráðinn í allri hans hugsun, í viðtali og
skrifum öllum: þrá hans eftir vissn í stað trúar, — vissu
um sigur hins góða, vissu um framtíðarheim og himna, dýr-
legri og guðdómlegri en skáldfleygan anda hans gat frekast
dreymt um — til að dást að og tigna“.
Eg efast ekki um, að Steingrímur hafi náð tilgangi sín-
um með safninu. Um útgáfu bréfanna er örðugt að dæma,
nema með samanburði við frumritin, en gera má ráð fyrir,
að hún sé samvizkusamlega af hendi leyst. Skýringar fylgja
fáar, þó er í stuttu máli gerð grein fyrir mönnum þeim, er