Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 159
IÐUNN
Bækur.
365
lenzkum lýð, og er það heil fylking hinna „byltingarsinnuðu
rithöfunda“, sem hér leggja sinn skerf á altari hinnar hýju
stefnu.
Jóhannes úr Kötlum tekur sér fyrir hendur að gerast Jón-
as Hallgrímsson þessarar nýju stefnu; hann hefur ritið með
kvæðinu „Frelsi“, þar sem saga frelsisins er skráð fyrir og
eftir daga Fjölnismanna; fyrst og fremst eftir þeirra daga.
Og likt og Jónas spyr hann: „höfum við gengið til góðs göt-
una fram eftir veg?“ Svarið er ekki glæsilegt: Við höfum
orðið að sanna, að „fleiri en Danir kunna að leika grátt“
og að „hið brezka lán það reyndist ólán hér“. Og sjálfir meg-
um við okkur um kenna; það er að segja, Jóhannes kennir
stjórnendum landsins um það og endar kvæðið í von um,
að „rauða liðið“ eigi eftir að bjarga málunum og frelsinu.
Ein hin myndarlegasta grein ritsins er „Ný bókmentastefna"
eftir Kristinn Andrésson, yfirlit yfir byltingarsinnaða rithöf-
unda, bækur þeirra, félags-hreyfingar og stefnuskrá. Þótt
greinin sé löng, er henni í raun og veru saman þjappað, svo
full er hún fróðleiks um hina nýju menn, boðskap þeirra og
viðhorf gagnvart hinu gamla, bæði í pólitík, listum og trú.
Síðar í bókinni á hann snotra grein um „Eg bið að heilsa“
eftir Jónas Hallgrímsson.
Halldór Kiljan Laxness á þarna greinarnar: „Þeir útvöldu
og fólkið“, um hina óhamingjusömu listamenn, sem fyrirlíta
fjöldann og yrkja fyrir fáa útvalda; „Um þjóðlega tónlist“
(þ. e. Jón Leifs), „Kjarval" og loks „Borgaralegar nútíma-
bókmentir", þar sem þær eru krufðar til mergjar af æfðum
höndum bókmentamannsins. Eru greinar þessar allar ritað-
ar af hans venjulega fjöri og snerpu, enda eiga fáir hæfi-
leika hans að taka einstök atvik til túlkunar almennum
sannindum. Hins vegar er Gunnar Benediktsson honum fremri
í gamal-kunnugri rökvísi, og kemur hún fallega fram í grein-
inni „Ástin á efanum“, ein af beztu greinum Gunnars, og
hefir hann þó oft skrifað vel. — Þórbergur Þórðarson fer í
mannjöfnuð milli Rússa og Þjóðverja, og þarf þar ekki að
spyrja að leikslokum („Tvær þjóðir“).
Skúli Guðjónsson skrifar um „Menningarástand r»veit-
anna“, athyglisverða grein, og Björn Franzson um „Listina
og þjóðfélagið". Smásögur eru hér eftir þá Halldór Stefáns-