Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 160
366
Bækur.
IÐUNN
son, Ólaf Jóh. Sigwðsíson og Gunnar M. Magnúss, en kvæði
eftir Stein Steinarr, Orn Arnarson og Jón úr Vör. Auk þess
allmargar þýðingar bæði í bundnu og óbundnu máli, meðal
annars eftir hinn hagvirka þýðanda Magnús Ásgeirsson, en
allmjög virðist bresta á íslenzkan málblæ í sumum þessara
þýðinga.
Ekki er því að neita, að Rauðir pennar hafa á að skipa
sumum skörpustu höfðunum í flokki íslenzkra lúthöfunda,
þar sem eru menn eins og H. K. Laxness og Þórbergur Þórð-
arson. Sumir hinna yngri manna virðast og sérlega efnileg-
ir, eins og S'teinn Steinarr. Færi'i voru Fjölnis-merm, og ork-
uðu þeir þó miklu. Framtíðin verður að leiða það í ljós, hvort
þessir Rauðu pennar verða Fjölnis-menn 20. aldarinnar. Lik-
lega verður því ráðið til lykta á vígvöllum Evrópu á næstu
áratugum, kannske innan fárra ára, þegar sverfur til stáls
milli Þjóðverja og Rússa. Enn er of snemt að spá úrslitum
þeirrar orrahríðar.
Einu atriði er og vert að gefa gaum í samanburðinum
við Fjölni. Eins og allir vita boðaði Fjölnir nationalisma,
þjóðrækni, trygð við fortíðina, að svo miklu leyti sem hún
var hin fræga fornöld. Hins vegar barðist Fjölnir gegn hin-
um alþjóðlega húmanisma upplýsingarstefnunnar. Hjá hin-
um rauðu pennum kommúnismans er þessu alveg snúið við:
Þeir berjast gegn nationalisma, en beita sér fyrir alþjóðlegu
bræðralagi út yfir takmörk þau, sem hið þjóðlega setur. Hér
í liggur hætta fyrir þessa rithöfunda, sem Fjölnis-menn
sneyddu hjá, hættan á því, að þeir vanvirði svo hið þjóðlega,
að rit þeirra missi þjóðleg sérkenni og verði gildislaus á
vettvangi veraldar, sem full er sams konar rita.
Sem betur fer, er þeim beztu þetta ljóst, eins og berlega
kemur fram, t. d. í greinum Laxness — eins og í allri l'it-
mensku hans. Hann er ramm-íslenzkur og alþjóðlegur í senn.
Gunnar Benediktsson: Sýn mér trú þína
af verkunum. Heimskringla, Rvík, 1936.
116 bls.
Þessi litla bók er síðasti kapítulinn í þróunarsögu Gunn-
ars Benediktssonar, prestsins, sem sagði lausu brauði sínu
til þess að geta óhindraður fylgt samvizku sinni yfir í her-