Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 161
IÐUNN
Bækur.
367
búðir jafnaðarmanna og kommúnista. Um leið er það
merkilega skýr saga andlegrar þróunar á landi voru frá því
um aldamót, þegar Gunnar var að alast upp, til vorra daga,
þegar frjálslyndu mennirnir standa eins og vankaðir sauðir
milli þjóðræknissinna til hægri og kommúnista á vinstri
hönd. Við, sem erum nokkurn veginn jafnaldra Gunnari,
höfum allir fylgst með þessari þróun, allir runnið eitthvað
af skeiðinu, en fáir munu hafa sett ferðasöguna fram í jafn-
ljósu og rökvísu máli og Gunnar gerir hér. Það ber meðal
annars til þess, að þótt Gunnar hafi yfirgefið skoðun borg-
arastéttarinnar, þá talar hann enn hennar rökvísa sannleiks-
leitanda máli, sem stingur alveg í stúf við tilfinningamál
það, sem sumir yngri boðberar kommúnismans hafa tamið
sér. Þetta tilfinningamál á auðvitað fullan rétt á sér, enda
hefir það lengst af verið tiltækt spámönnum og prédikur-
um, en það getur stundum farið í taugarnar á gömlum og
greindum borgurum, sem hafa tamið sér hlutleysi í hugsun
og einfeldni í stíl.
Efni kvei'sins má ráða nokkuð af fyrirsögnum kaflanna:
Það er voðalegt að vera prestur, „Helvíti var, að bú fórst
að grufla út í þetta“, Ekki skyndisköpun — heldur þróun,
Guðir og lífsbaráttan, „Einn sannur Guð“, Mótmæli borg-
aranna í krafti biblíunnar, Borgarastéttin tekur upp baráttu
gegn trúarbrögðum, Borgararnir verða aftur trúaðir, .Tón
Helgason og Haraldur Níelsson, Vei'kalýðurinn og trúar-
brögðin, En er þá nokkuð hinumegin? — Gunnar hefir ckki
mikla trú á því.
Fyrir mannsaldri síðan spáði Einar Kvaran því, að sterk-
ustu átökin í íslenzku þjóðlífi mundu verða um trúmál. Hann
var þá fyrir skömmu kominn úr trúmálaeldinum meðal ís-
lendinga vestan hafs. Enn sem komið er hefir reyndin orðið
sú, að fslendingar hafa barist um pólitík og völd, og enn
sýnist sá hildarleikur standa í fullu fjöri. En voru ekki trú-
máladeilurnar vestan hafs pólitík og valdabarátta? Og er
pólitíkin heima ekki líka trúmál?
Stefán Einarsson.