Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 165
IÐUNN
Bækur.
371
um vér eitt af því bezta í íslenzkri lýrik. Stundum eru
það heil kvæði, en oft eru það einungis brot úr kvæðum,
nokkrar ljóðlínur, er bera slíkt snildarbragð. Það kemur all-
oft fyrir, að misfellur, t. d. misheppnað val orða, raska blæ
kvæðanna. Nokkrum sinnum koma fyrir orð eins og sveimur
og sveim til að ná ríminu, enda þótt þau eigi ekki sem bezt
við, eða lýsingarorð eins og naumur og svipfríður, sem annað
hvort eru til uppfyllingar eða lýsa engu (Frá oss er tekin
tregabótin nauma, bls. 23;-------í gráu holti syngur svipfríð
lóa, bls. 27). Sums staðar koma fyrir óeðlilega langar ljóð-
línur, er gera fallandina ójafna. Raunar ber miklu minna á
þessu en hjá mörgum öðrum skáldum, en eg hefi einmitt orð
á því vegna þess, að orðaval og búningur Smára er yfirleitt
góður, og því meir stingur þetta í stúf við annað, og einnig
fyrir þá sök, að lýrik hans þolir engar misfellur, því að
styrkur hennar er mjög fólginn í því að ná réttum formblæ.
Hins verður og að geta, að Smári er oft snillingur að velja
og mynda góð orð, t. d. innræna, aftanrjóður. Nóttin er
stjameyff o. s. frv.
Af ágætum kvæðum vil eg nefna Drottningu berglandsins
og Blóðberg. Annað erindi fyrra kvæðisins er þannig:
„Eins og heiðarnar jarpt er þitt hár
yfir heiðbjartri ennisins ró.
Eins og mjúkasta blómið í mó
er þinn munnur, — sem haustkvöldsins þrár.
Augun hrein eins og himininn blár,
með sinn hyldjúpa löngunarsjó".
Fyrra erindið í Blóðbergi er þannig:
„Er sumarloft og sól um mel og flóa
af svefni vekja tíbrár hvikult bál,
hinn sterki, heiti ilmur eyðimóa
er ómur hjarta þíns og tungumál.
Sem dropar rauðir, bjartir, blóm þín glóa
við barm á dagsins þungu, gullnu skál“.
Þá skal og nefna kvæðin Þingvelli og- Heilaga nótt. Auð-
vitað eru mörg fleiri kvæði góð, þótt eg nefni þau ekki hér.