Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 167
IÐUNN
Bækur.
373
Eg hefði kosið, að ljóðin hefðu ekki verið svo gersamlega
fjarræn hinu sístritandi lífi, sem vér hrærumst í. Það þarf
mikla rósemi hugans til þess á slíkum alvöru- og baráttu-
tímum, sem nú ganga um garð, en skáldið um það.
Það er sagt, að til væru þeir töframenn, er gátu sýnt
mönnum um heima alla, ef þeir stóðu undir handarkrika
þeirra. Það er gott að hvílast um stund undir handlegg
Smára og sjá það, sem honum ber fyrir augu. Hitt er ann-
að mál, hvort heppilegt væri, að allir færu að staðaldri að
einblína upp í heiðríkjuna og láta sig dreyma.
Jóhann Sveinsson frá Flögu.
Theodór FriíSriksson: M i s t u r. Steindórsprent.
Rvík, 1936.
Saga þessi er framhald sögunnar Lokadags, er gefin var
út 1926. Sögurnar gerast í verstöðvum landsins, I Vest-
mannaeyjum og dálítið á Siglufirði.
í fyrri hlutanum segir frá félögum tveim, Dagbjarti og
Bergþóri. Þeir koma báðir snauðir til Vestmannaeyja, búa
saman í herbergi og vinna daglaunavinnu. En þeir eru eins
ólíkir og nóttin og dagurinn. Dagbjartur er hugsjóna- og
draumsæismaður, er vill láta gott af sér leiða, og lízt illa
á ómenningu sjóþorpanna. Bergþór er kaldhyggjumaður og
hugsar um það eitt að ryðja sér braut á kostnað fjöldans.
Báðir leggja þeir hug á Margrétu, unga og elskulega stúlku.
Bergþór, sem, þegar hér er komið sögu, er dálítið kominn í
álnir með verzlun og braski, verður hlutskarpari og fær
hennar. Dagbjartur fer úr Eyjum til Siglufjarðar. Á því
endar fyrri hlutinn.
Síðari hlutinn hefst á Siglufirði, þar sem Dagbjartur
dvelur sumarlangt. Síðan fer hann til útlanda. En úður en
hann fer, skrifar hann bréf til Láka, vinar síns, í „Gjallar-
horn“, þar sem hann segir fólki til syndanna, flettir ofan af
hégómaskap þess, hræsni, menningarleysi og siðleysi, ckki
eízt burgeisanna og frúa þeirra.
Nú líða 5 ár, og Dagbjartur kemur aftur til Eyja. Hjóna-
band Bergþórs og Margrétar er ekki hamingjusamt, og hún
þráir altaf Dagbjart. Lyktar sögunni á þann óvenjulega hátt,