Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 168
374
Bækur.
IÐUNN
að Margrét skilur við Bergþór og öll lifsþægindin og fer úr
Eyjum með Dagbjarti, beint út í fátæktina.
Síðari bókin er miklu veigameiri en hin fyrri og sýnu
meira skáldrit. Höf. hefir góða þekkingu á sjávarþorpum og
verstöðvum, og þessar sögur hans lýsa allvel störfum fólks-
ins og menningarháttum á þessum stöðum. Verða myndir
þessar, er skáldið dregur upp af menningu fólksins, alt ann-
að en glæsilegar. Höf. lýsir bæði verkafólkinu og útgerðar-
og síldarkóngum, og ekki fara frúr þeirra bezt út úr lýsing-
unni, en þær ,,bera flestar merki þess, að þær séu gamlar
skækjur frá galgopaárunum,-----------en svo þegar tízkan
og tildrið er búið að tylla þessum drósum í svokallaðan frú-
arsess“, verða þær „vandfýsnar fyrir hönd yngri kynsystra
sinna“, eins og skáldið lætur Dagbjart segja í bréfinu. Ann-
ars virðist mér höf. segja helzt til mikið sjálfur frá. Lýsing-
in verður meir lifandi og lýsandi, ef brugðið er upp mynd-
um, tekin viss atvik, er sýna lífskjör og menningu fólksins.
Sums staðar leitast höf. og við að gera þetta, t. d. í kaflan-
um um Steinunni frá Naustum.
Lýsingin af Bergþóri, þessum kaldrifjaða og andlausa
fjárhyggjumanni, er allskýr, það sem hún nær. Dagbjartur
er óskýrari, alt af með þokukendar og dálítið barnalegar
hugsjónir. Eftir dvölina erlendis er hann að vísu orðinn dá-
lítið ákveðnari og þroskaðri. Margrét er hin sanna kona, er
elskar og leggur mannorð og hóglífi í sölurnar fyrir ást
sína, en hún er engin nútíðarkona.
Höfundurinn gerir alt of mikið veður út úr bréfi Dag-
bjarts í „Gjallarhorni“ og þeim feikna pilsaþyt, er það olli
meðal frúnna. Bréfið er ekki svo merkilegt, enda svo al-
menns eðlis, að það er harla ótrúlegt, að Dagbjartur væri
enn vargur í véum eftir 5 ár, þegar hann lcom aftur til Eyja.
Slíkum hneykslunum liefði svona skrif kunnað að valda á
19. öld, en e)cki á 20. öldinni.
Höfundur segir skemtilega frá, en máli er allmjög ábóta-
vant. Hann fer t. d. eldci rétt með alvanaleg orðtæki, og koma
þar ef til vill áhrif sjávarþorpanna fram meir en góðu hófi
gegnir.
Sagan er annars góðra gjalda verð. Hún er skemtileg og