Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 169
IÐUNN
Bækur.
375
sýnir athugulan höfund, sem, bæði í þessari bók og fleirum,
hefir lagt sinn skerf til íslenzkrar menningarsögu.
Jóhann Sveinsson frá Flögu.
Elín SigurSardóttir: K v æ 'o i. Reykjavík 1936.
Félagspr entsmið j an.
Á þessum stríðs- og styrjaldartímum, sem nú ganga yfir
heiminn, þykir það enginn stór viðburður, þó út komi lítil
ljóðabók eftir sjúka konu á heilsuhæli. En það er víðar háð
hörð barátta en í hinum æðisgengna hildarleik í Abessiníu eða
Spáni. Það er víðar en þar varpað niður hræðilegum sprengj-
um að ósekju.
Við, sem þekkjum Elínu Sigurðardóttur, vitum, að í sjúkra-
stofunni hennar, bæði á Vífilsstöðum og í Kópavogi, hefir
verið háð löng og hörð barátta. Nú þegar er það orðið lið-
lega þrjátíu ára stríð. Þar hefir sterk lífsþrá og óvenjulegt
líkamsþrek háð látlausa baráttu gegn ofbeldi og ásókn hvíta
dauða. Og þar hefir líka verið háð annað átakanlegra stríð,
sálarstríð gáfaðrar, tilfinningaríkrar, stórgeðja konu við ör-
væntingu þjáningafullra daga og langra andvökunótta.
Það er frá slíkum vígstöðvum, sem kvæði þessi flytja
fregnir, bæði í línunum sjálfum og milli línanna. Lítið ljóð,
þegar höf. lá í blóðspýting, hljóðar þannig:
„Myrkrið það seitlar og seitlar
í sál mína og hjarta inn,
vefur mig fastar og fastar
í faðminn kalda sinn. ,
Myrkrið grætur.
Það minnist við sorgir sínar,
en soi’gir þess eru mínar.
Aldrei ljós, aldrei vor!
Hver vill flytja fót sinn í þau spor?“
Og þegar örvænt virðist um varanlega líkamsheilsu, er
allri orkunni beint til þess að biða ekki tjón á sálu sinni.
Fyrstu erindin í bókinni eru þannig:
„Á veikri líftaug vonin mín hjarir.
Hún kemur aftur áður en varir.