Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 171
IÐUNN
Bækur.
877
Eg er viss um, að öllum þeim mörgu, sem þekkja Elínu
Sigurðardóttur af afspurn eða viðkynningu, þykir vænt um,
að þessi kvæði hennar eru komin út. En þrátt fyrir hreinleik
og hlýju, listræn tök og lífsfyllingu, sem mætir okkur þar í
mörgu ljóði, dylst okkur ekki, sem þekkjum Elínu náið, eðli
hennar og óvenjulega hæfileika, að kvæðin eru þó að eins
svipur hjá sjón, eftir því sem efni hefðu getað staðið til.
Hann sannast hér enn, þessi örlagadómur íslenzku alþýðu-
skáldanna: að „hníga undir önn og töf með öll sin beztu Ijóð
í gröf“.
Tvö erindi eftir þjáningabróður skáldkonunnar, Jóhann
Gunnar Sigurðsson, gætu, flestu fremur, verið einkunnarorð
þessara kvæða:
„Á meðan ég sé hvorki sól eða bæ,
þá syng ég með veikum og klökkvandi rómi;
ég veit, að ég aldrei til fullnustu fæ
að fara með Ijóð mín í tómi;
röddin bilar í rokviðra hljómi.
Ef að ég dey svo, að aldrei ég sé
ylmildan himin og blómgaða grundu,
og finn aldrei vesalings hjartanu hlé,
unz hrekkur mér stafur úr mundu,
þá þakka ég öllum, sem eitt sinn mig fundu“.
Þetta finst mér eins og talað út úr hjarta Elínar Sigurð-
ardóttur nú, þegar hún sendir ljóðin sín út til almennings.
Og ein fegursta vísá Þ. E. kemur líka í hugann:
„Eins og hjartað ætlist til
að það þíði upp heiminn
sendir það sinn insta yl
út í kaldan geiminn".
Daglega hlustum við á orustugnýinn utan af vígvöllum
veraldarinnar. Þessi ljóð berast líka frá orustuvelli sjúkdóms
og sárra þjáninga. En þar heyrast engar vígdrunur, kvalaóp
né bölbænir. Jafnvel þó þung andvörp brjótist fram öðru hvoru,
rennur það alt saman í milda, mjúka tóna: þakkarljóð, trúar-