Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 172
378
Bækur.
IÐUNN
ljóð, sólslcinsljóð. Enginn, sem les þessi kvæði, efast um, að
sálarstyrkur og sálarró gáfaðrar, göfugrar konu sé hér að
vinna fullan sigur. Jngibjörrj Benediktsdóttir.
S k u g g s j á. Ræður frá Noregi. Eftir J. Krishna-
murti. Reykjavík 1936.
Eg þekki konu, sem á fallega Ijósmynd af Krishnamurti,
sem henni var gefin sem vinargjöf eftir fundinn í Ommen
1929. Fyr, en það sumar, hafði hún enga löngun til að eiga
mynd af Krishnamurti. Mynd þessa geymir konan vandlega
í umslagi niðri í skúffu, sýnir hana sjaldan og fáir vinir
hennar vita, að hún eigi hana. Konunni hefir aldrei hugkvæmst
það að setja mynd þessa í ramma, né hafa hana til sýnis í
stofu sinni, þótt þar geti að líta margar myndir merkis-
manna og náinna vina, lífs og liðinna. Og þó veit eg, að per-
sóna Krishnamurti er konunni öllu meira virði en hvers ein-
staks í þeim hóp. En hann einn hefir þessa sérstöðu.
Eg veit líka um konu, sem hefir orðið fyrir þyngri og
átakanlegri reynslu en venja er til. Hún hefir liðið óbærilegar
þrautir, andlegar og líkamlegar. En í boðskap Krishnamurti
telur hún sig hafa fundið meiri styrk og skilning en hún gat
öðlast í hluttekningu og samúðarorðum annara, jafnvel nán-
ustu vandamanna og vina. Þeir telja sig auðvitað hafa hugg-
að hana bezt og hjálpað henni yfir örðugasta hjallann,
en hún man það, að sú röddin, er knúði hana fastast til að
horfast í augu við alvöru lífsins og hjálpa sér sjálf, var hið
lifandi mál þessa unga, indverska spekings. Það barst henni
úr fjarlægð, en snerti þó dýpstu og hljómmestu strengina í
hennar eigin sál.
Enn fremur þekki eg konu, sem setur Krishnamurti skör
hærra en aðra andlega leiðtoga og kennimenn samtíðarinn-
ar. En í stað þess að vilja öllu fremur sitja við fætur hans
og hlusta, segist hún enga sérstaka ósk eiga í þá átt, nð
hann komi hingað til lands, svo hún fái að líta hann augum
eða heyra hann tala. Henni er nóg, að hann hefir verið og
er til og flytur boðskap sinn með fullri einurð og hrein-
skilni og á sína eigin ábyrgð, en ekki annara. Hún segir, að
málsins vegna myndi hún ekki njóta þess að heyra hann flytja
rroður. En eg hygg nú samt, að þessi kona mundi skilja