Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 173
IÐUNN
Bækur.
379
Krishnamurti stórum betur en ýmsir þeir, er sérfræðingar
væru í því að nema og skilja enska tungu.
Engin þessara kvenna hefir séð eða heyrt Krishnamurti,
að eins haft spurnir af honum, lesið eftir hann og um hann.
Þó hefir hann haft svo djúptæk áhrif, einnig hér úti á hjara
veraldar. En vera má, að þessum konum, er ég nefndi, nægi
ekki venjuleg huggunar- og hughreystingarorð, þegar þyngst
er fyrir fótum, og að þær krefjist yfirleitt fyllri skilnings
og hluttekningar en alment gerist.
Þótt ég hafi nefnt þessi dæmi, er það fjarri því, að kon-
ur séu einar um þetta álit á Krishnamurti. Eg veit um menn,
gáfaða og mentaða, víðsýna og víðförla, sem svo er háttað
um, að af öllum þeim helztu, er þeir hafa hlýtt á eða fregn-
að um, setja þeir Krishnamurti óhikað í öndvegið. Og þetta
gera þeir vitandi vits, með ósjálfráðri, hljóðri lotningu, en
ekki með hrópum, hávaða né umróti.
Þessi maður hlýtur að hafa eitthvert óvenjulegt segul-
magn, einhverja töfra í orðum sínum og áhrifum.
Veit eg vel, að Krishnamurti hefir orðið hneykslunarhella
mai’gra, einnig hér á landi, margra, sem mmdlega hafa lok-
að öllum sínum hurðum fyrir hven’i nýrri vitneskju um hann
og sem ekki hafa einu sinni haft eirð í sér til að lesa það,
sem þýtt hefir verið eftir hann á íslenzku, t. d. í Skuggsjá.
Eg er sannfærð um, að viðhoi’fið breyttist, ef þar væri
grandgæfilega lesið fyi'st og svo dæmt á eftir. Mér lcom það
mjög kynlega fyrir, að í trúmálaumræðum útvarpsins í fyi-ra
vetur, þar sem rökræða átti um trú og trúleysi, þar var
Krishnamurti hvergi getið. Svo virðist þó, að hann hafi
lagt til málanna margt, er hafi öllu meira gildi en sumt, sem
þar var á borð borið. Það skiftir ekki mestu máli, hvort
menn eru honum sammála eða ekki, ef menn að eins vilja
athuga hleypidómalaust.
Eg vil nefna örstutt og örfá dæmi úr þessu síðasta Skugg-
sjár-hefti, viða gripin úr föstu samhengi og því ófullkomin
sýnishorn:
,,í stað þess að gefa manninum skilning, gefa trúarbrögð-
in honum að eins huggun. Lífið sjálft býður hvorki huggun
né öryggi. Guð er til að minni skoðun, hann er hinn lifandi,