Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 176
S82
Bækur.
IÐUNN
höfunda, og af þeim eiga aftur Svíar þarna flesta fulltrúa.
Eru þar fyrst hinir gömlu meistarar: Fröding, Karlfeldt og
Rydberg, en einnig yngri menn, eins og Lagerkvist, Lundkvist
og Ljungdal, sem óblandin ónægja er að kynnast. Stiginn eftir
Lundkvist og Ávarp vegna vorsins eftir Ljungdal eru hvort
um sig afbragðskvæði. — Þá er og ánægjulegt að mæta norsku
skóldunum: Olaf Bull, Rudolf Nilsen og Nordal Grieg ekki
sízt. Annars virðist mér Magnús Ásgeirsson hafa gefið norskri
ljóðagerð helzti lítinn gaum hingað til. Jafn-ágætt Ijóðskáld
og Nils Collett Vogt t. d. væri vert að kynna íslenzkum les-
endum, og hygg eg, að það lægi einmitt vel fyrir Magnúsi að
þýða hann. Þá er Arnulf Överland, sem hann virðist ekki
þekkja, og síðast, en ekki sízt hinn mildi töframaður Herman
Wildenvey. Apolcalypse eftir Wildenvey væri rétt hæfileg
bragþraut handa Magnúsi að glíma við á því stigi, sem hann
stendur nú á.
í bókinni eiga Bretar fulltrúa eins og Kipling, Shelley og
Chesterton, Þjóðverjar Goethe og Heine, Svisslendingar Carl
Spitteler, Ameríkumenn Carl Sandburg o. fl. o. fl. •— Þetta
er auðug bók og ágæt, og Magnús Ásgeirsson vinnur mikið
nytjaverk með þýðingum sínum. íslenzkir ljóðunnendur hljóta
að gleypa við slíkum bókum. Á. H.
GuSmundur Daníelsson frá Guttormshaga: I 1 m -
u r daganna. Skáldsaga. Útgefandi: ísaf oldar-
prentsmiðja h.f. Rvík, 1936.
Með bók sinni í fyrra, Bræðurnir í Grashaga, sýndi Guðm.
Daniclsson, að af honum mátti nokkurs vænta — jafnvel
óvenjulegra hluta. Nú hefir hann gefið okkur nýja bólc —
framhald hinnar — og verður ekki annað sagt en að hún efni
það, sem hin lofaði. Hér segir frekar af Sverri frá Grashaga,
hvernig hann flæmist úr sveit sinni niður í Ósahverfið og
hvernig grimm örlög smátt og smátt reyta af honum fjaðr-
irnar, eina eftir aðra. f fyrri bókinni var Sverrir dálítið
þokukendur og ekki alls kostar skiljanlegur lesandanum. í
þessu bindi er brugðið yfir hann skýrari bii’tu, hann verður
mannlegri, og samúð lesandans með þessum manni, sem ekk-
ert verður að fundið annað en það, að hann er of góður og
hógvær fyrir heiminn og tímann, eykst því meir sem á bókina