Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Síða 177
IÐUNN
Bækur.
383
líður. Sverrir er annars ekki höfuðpersónan í þessari bók,
heldur Örn, sem talinn er sonur hans. Frásögnin um upp-
vöxt drengsins þarna í Ósahverfinu, drauma hans og við-
brögð gagnvart umhverfinu, er mjög svo eftirtektarverð og
sýnir, að þessi höf. kann að móta persónur, svo skýrar verði
og lifandi, en á það fanst manni helzt skorta í fyrri bók
hans. Og það er ekki höfuðpersónan ein, sem ber þessu vitni.
Áður er minst á Sverri, sem höf. hefir fyrst í þessari bók
tekist að gæða lífi, en þar fyrir utan eru ýmsar aukapersón-
ur furðanlega skarplega séðar og skýrt dregnar. Mér dettur
í hug Snabbi, skálkurinn og bruggarinn, en nefna mætti fleiri
í því sambandi.
Þó er það enn sem fyr stílgáfa höfundar og frásagnar-
gleði, sem lyftir bókinni og gerir hana ekki einungis skemti-
lega aflestrar, heldur að nær því furðulegu fyrirbæri í bók-
mentaheimi okkar. Guðm. Daníelsson er gæddur alveg óvenju-
legri frásagnar- og stílgáfu. Vinnubrögð hans minna á stríð-
alinn fola, sem ræður ekki við sig fyrir fjöri og þrótti. Frá-
sögn hans glitrar af kviku lífi, skemtilegum hugdettum og
líkingum, sem oft eru bi'áðsmellnar. Manni gæti dottið í hug,
að hér væri íslenzkur Hamsun að vaxa upp meðal okkar. Það
kann að vera, að sumum finnist stíll hans ekki nægilega
sjálfstæður, minna helzti mikið á aðra íslenzka höfunda. Skal
því ekki neitað, að stíl Guðmundar svipar stundum til H. K.
Laxness, og er auðsætt, að hann hefir mikið lært af meistar-
anum. En það er meira en vafasamt, hvort rétt er að vera að
ávíta Guðmund Daníelsson fyrir þetta. Við lestur bóka hans
— og þá sérstaklega þessarar síðari — hefi eg sannfærst um,
að þessi stíll og enginn annar er höfundinum eiginlegur á
þessu skeiði og fellur nákvæmlega að efni því, er hann
hefir að flytja. Hví þá að vera að amast við því, að stíll
hans og frásagnarmáti minnir stundum á annan snjallan rit-
höfund? Frumleiki er nú einu sinni næsta sjaldgæf vara —
alger frumleiki ekki til — og mennirnir verða og eiga að
læra hver af öðrum, og því ekki rithöfundar jafnt og aðrir.
Hitt er annað mál, að íburður stílsins og eltingaleikur við
smellnar hugdettur gæti orðið Guðm. Daníelssyni hætta •— i\ð
hann gleymdi lífinu og persónunum og glopraði úr höndum
sér efninu fyrir alls konar flugeldaskrauti andríkis og stil-