Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Side 179
IÐUNN
Bækur.
385
um kann að hafa verið úthlutaður í öndverðu, hefir verið
drepinn úr honum eða að minsta kosti beygður og lamaður
í uppvextinum. Seinna hafa nágrannarnir fest við hann auk-
nefnið dnla. Ætli maður kannist við tegundina! Það hefir
margur Einarinn dula vaxið upp á íslenzku kotbæjunum,
kannske á sveit — vaxið upp við kröm og hálfsult, þrældóm
frá blautu barnsbeini, í einangrun og umkomuleysi, sviftur
flestum eða öllum möguleikum til að verða að manni. Það cr
ekki vonum fyr, að þjóðinni er sýnt í þenna spegil.
Eins og nærri má geta nýtur þessi maður ekki mikils geng-
is hjá sveitungum sínum. Flestir líta niður á hann og hafa
horn í síðu hans. Og þegar sagan hefst, er hann að ílýja
undan aðkasti fólksins og ætlar að reisa bú á eyðibýli í vík
einni afskektri, þar sem sjaldan er lendandi, en yfir fjall
að fara til næstu mannabygða á landi. Hann er með konu
og þrjú börn ung. Við hittum þau fyrst í bátnum, á leiðinni
til hinna nýju heimkynna. Bátseigandanum lízt ekki að lenda
í víkinni, þó þetta sé á blíðasta vordaginn, og vill setja farm-
inn á land hinum megin við fjarðarmúlann. Einar reynir nð
malda í móinn, vill ógjarna verða þarna strandaglópur á
miðri leið. En eins og að venju verður hann að láta í minni
pokann, og það er snúið við. Fyrir atfylgi nágranna síns til-
vonandi kemst þó Einar alla leið. Svo byrjar hokrið á þessu
hálf-fallna eyðibýli. Einar er linur við sláttinn, en kona hans
eggjar hann fast og vill halda honum að verki. Hún er nf
annari steypu, áhuga- og vinnumanneskja, en heilsan er þrot-
in, og hún fær því minnu orkað en viljinn er til. Þar kemui*
þó, að mikið af túnskæklinum er slegið, taðan þurkuð og*
komin í sæti. Konan vill láta binda töðuna þegar í stað og
koma henni í hlöðu, en Einar er búinn að fá nóg þann dag-
inn og þumbast við. Næsta morgun er Einar farinn að binda,
en þá heyrast mótorskellir neðan frá víkinni. Eigandi býlis-
ins er kominn að sækja landslculdina, hálft kýrfóður af töðu.
Nú er Einar allur á hjólum og aðstoðar eftir mætti við að
koma heyinu um borð. Síðan etur hann miðdegisverð og tekur
lífinu með ró. Konu hans hefir sárnað að sjá á eftir töðu-
böggunum niður fyrir bakkann. Henni finst, að verið sé að
ræna lifsbjörginni frá þeim og börnunum og er heldur gustill-
En Einar er hinn rólegasti: „Það er hásumar enn. — Við íá-
IÐUNN XIX
25