Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Qupperneq 181
IÐUNN
Bækur.
387
andstæðingunum stór högg og þung og hlaut líka marga
skeinuna sjálfur. En þegar hlé varð á stjórnmála-arginu, var
hann alt af tilbúinn að slá á mildari strengi — viðkvæma
strengi samúðar og skilnings, sem báru því vitni, að undir
brynjunni bjó hjartaylur og hluttekning með mönnum og'
málleysingjum. Það gátu verið minningarorð um mætan
mann, sem átt hafði hug hans, það gat verið hlý kveðja til
vinar, sem örlögin höfðu tekið á ómjúkum höndum, það gat
verið jólahugleiðing, sem hann skrifaði í blað sitt (eins og'
hin snjalla og hlýja grein Jólafórnir) eða eitthvað annað.
Það er úrval slikra greina, sem höf. hefir nú safnað i bók.
Það eru hinir mildu strengir, sem óma til okkar frá blaðsíð-
um hennar. En þetta er ekki Jónas Þorbergsson allur. Bókin
gefui' að vísu mynd af honum, líklega meira að segja af því,
sem dýpst er í honum, en sú mynd er nokkuð einhliða. Úr
því hann á annað borð fór að gefa út úrval af greinum sín-
um, hefði eg kosið að fá einnig að kynnast rökhugsuðinum
og bardagamanninum í vígamóð. Með öðrum orðum, eg
hefði kosið að fá líka eitthvað af deilugreinum hans og
skammagreinum. En kannske eiga þær að koma seinna.
Ýmsum mun koma það á óvart, að Jónas Þorbergsson
fáist við ljóðagerð, enda mun hann aldrei hafa lagt á það
mikla stund. Ljóðin í bókinni láta heldui' elcki mikið yfir
sér. Flest eru þau tækifærisljóð og öll stutt. En sums staðar
bregður þar fyrir leiftrum, sem vekja lesandanum gx'un um,
að einnig á sviði ljóðagerðarinnar myndi hann hafa getað
orðið liðtækur, hefði hann tarnið sér þá íþrótt að nokkru
i'áði. Á. H.
Sigurður Haralz: Emigrantar. Bókaútgáf-
an Heimskringla. Evík, 1936.
Þessi bók segir frá sjóferð höfundarins frá Kaupmanna-
höfn til Buenos Aires og dvöl hans á búgarði langt inni 1
Argentínu. Hún er með sörnu einkennum og fyrri bók lians,
Lassarónar. Það er gaman að lesa það, sem Sigurður Ilai'alz
skrifai'. Hann segir hispurslaust og hressilega frá, og liann
hefir víða flakkað og ratað í margvísleg æfintýri, að því er
hann segir sjálfur. Ilann virðist heldur eklci láta neitt af því
tagi fara fram hjá sér, ef annai's er kostur, og lxann tekur