Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Page 182
388
Bækur.
IÐUNN
vel eftir því, sem ber fyrir augu og eyru. Þarna eru ýmsar
skemtilegar lýsingar á samferðafólki hans yfir hafið og
samverkamönnum á stórbúinu hinum megin á hnettinum.
Það er dægrastytting að lesa þessa bók, en ekki skilur hún
mikið eftir hjá manni, að þvi fráskildu, að hún gefur nokkra
hugmynd um lífshætti vissrar tegundar manna í fjarlægri
heimsálfu undir óþektum stjörnum.
Sigurður Haralz velur bókum sínum all-einkennileg heiti
og ekki meira en í hófi íslenzkuleg. Lassarónar gat kannske
staðist; það er að nokki’u leyti búið að vinna sér hefð í mál-
inu, enda vandfundið íslenzkt orð með nákvæmlega sömu
merkingu. Um Emigranta gegnir nokkuð öðru máli. Yfii-
það hugtak finst nóg af orðum á íslenzku, en orðið sjálft
óþjált og samræmist illa okkar máli. Að öðru leyti er skylt
að geta þess, að höf. skrifar yfirleitt góða og alþýðlega ís-
lenzku. Og að vanda um við Sigurð Hax-alz er sennilega jafn-
áx-angurslaust og að skvetta vatni á gæs. Eg gæti trúað, að
næstu bók sinni veldi hann heitið Glóbtrottarar. Á. H.
Þá hafa Iðunni og borist eftii'taldar bækur, sem ef til vill
verður að nokkuru getið síðar:
Héraðssaga BorgarfjarSar I.
Helgi GuSmundsson: Vestfirzkar sagnir. I. b.,
4. hefti.
Oscar Clausen: Sögur af Snæfellsnesi II.
Landnám Ingólfs. Safn til SÖgU þess, I., 1.
Helgi P. Briem: Sjálfstæði íslands 180 9.
Árni Ólafsson: Ást v i í fyrstu sýn Og fleiri SÖgur.
Pétur Jakobsson: VorboSar. Ljóð.
Pétur G. Guðmundsson: Trú og trúleysi. Útvarps-
erindi.
Grétar Fells: Ástir og hjónabönd. Fyril'lestur.
Leiðrétting.
1 sögunni „Forboðnu eplin“ í siðasta hefti Iðunnar eru
þessar prentvillur: Á bls. 43 í 12. 1. a. o. stendur „lóur“, les:
lórur; á bls. 45, 19. 1.: „á ekki“, les: óeklcí.