Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Page 105
Kennarar háskólans
103
uðust stjórnsýslumaðurinn, sem annaðist
daglegan rekstur og fésýslu háskólans og
fyrirtækja hans, og vísindamaðurinn, sem
stundaði rannsóknir í frístundum sínum og
vann mörg afrek á því sviði. íslensk bók-
fræði var eftirlætisgrein hans, og birti hann
fyrstu ritgerð sína af mörgum um þau efni í
Kaupmannahöfn árið 1916. Hann skrifaði
einnig um sagnaritun íslendinga og íslend-
inga sögu Sturlu Þórðarsonar og gaf m. a.
út kvæði Einars Benediktssonar. Á efri
árum stundaði hann bókfræðirannsóknir í
Landsbókasafni.
Pétur var knattspyrnumaður í æsku og
vegna síns rómaða minnis gat hann lýst
heilum leikjum, spyrnu fyrir spyrnu, þótt
liðnir væru áratugir. Hann var í stjórn
knattspyrnufélagsins Fram frá 1908 (þá 12
ára að aldri) og lengstum til 1926, og í
stjórn ÍSÍ og fleiri íþróttasamtaka. Hann
var varabæjarfulltrúi um hríð. Hann var
ritstjóri Árbókar Háskóla íslands 1929-59.
Pétur Sigurðsson var sæmdur prófess-
orsnafnbót 21. október 1954. Hann var
djúprættur í íslensku lííi og menningu og
unni landinu, sem hann þekkti flestum
betur.
Finnbogi Rútur Þorvaldsson, prófessor
emeritus í verkfræði, andaðist 6. janúar
1973.
Hann var fæddur 22. janúar 1891 í Haga
ú Barðaströnd. Stundaði nám við
Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1912-
13 og lauk þá heimspekiprófi. Hann nam
við Den polytekniske Læreanstalt í Khöfn
1913-16, er hann hvarf heim vegna fyrri
heimsstyrjaldarinnar, og aftur 1918-23.
Lauk verkfræðiprófi þaðan 1923. Hóf
hann brátt störf sem verkfræðingur við
embætti vitamálastjóra í Reykjavík, en
áður hafði hann starfað á teiknistofu Jóns
Þorlákssonar verkfræðings 1916-18 og
1923-24.
Er heimsstyrjöldin síðari braust út, var
Finnbogi í fremstu röð þeirra manna, er
hófust handa um að koma upp undirbún-
ingskennslu í verkfræði við Háskóla ís-
lands. Hófst hún haustið 1940, og var
Finnbogi Rútur forstöðumaður þeirrar
kennslu. Árið 1945 var hann skipaður
formaður nefndar, er menntamálaráðu-
neytið skipaði til þess að gera áætlun um
þarfir atvinnuveganna fyrir vísinda- og
tæknimenntaða menn, en á þessum árum
hófst mikil uppbygging verkmenningar ís-
lendinga.
Er verkfræðideild var stofnuð 1945, var
Finnbogi skipaður einn hinna þriggja pró-
fessora deildarinnar. Kenndi hann hafnar-
gerð, grundun mannvirkja, efnisfræði og
teiknifræði, auk landmælinga. Hann fékk
lausn frá embætti 1. september 1961 en
starfaði áfram sem stundakennari veturinn
1961-62.
Finnbogi Rútur Þorvaldsson stóð föstum
fótum í íslenskri menningarhefð og arfleifð
feðra sinna og var jafnframt fágaður
heimsmaður. Hann vandaði málfar sitt, og
vinnubrögð hans einkenndust af vand-
virkni, nákvæmni og snyrtimennsku, og
gerði hann miklar kröfur um frágang og
fínleik teikninga. Hann var strangur kenn-
ari en réttsýnn og skyldurækinn og lét sér
annt um nemendur sína. Störf hans sem
verkfræðings á vegum hafnargerða lands-
ins voru farsæl og einkenndust af útsjónar-
semi og verksviti. Þeir hafnargarðar og
önnur mannvirki er hann gerði reyndust
einkar traust, og hlaut hann af þeim verð-
ugt lof. í kennslu sinni ræktaði hann með
nemendum sínum þessar eigindir, sem