Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Síða 105

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Síða 105
Kennarar háskólans 103 uðust stjórnsýslumaðurinn, sem annaðist daglegan rekstur og fésýslu háskólans og fyrirtækja hans, og vísindamaðurinn, sem stundaði rannsóknir í frístundum sínum og vann mörg afrek á því sviði. íslensk bók- fræði var eftirlætisgrein hans, og birti hann fyrstu ritgerð sína af mörgum um þau efni í Kaupmannahöfn árið 1916. Hann skrifaði einnig um sagnaritun íslendinga og íslend- inga sögu Sturlu Þórðarsonar og gaf m. a. út kvæði Einars Benediktssonar. Á efri árum stundaði hann bókfræðirannsóknir í Landsbókasafni. Pétur var knattspyrnumaður í æsku og vegna síns rómaða minnis gat hann lýst heilum leikjum, spyrnu fyrir spyrnu, þótt liðnir væru áratugir. Hann var í stjórn knattspyrnufélagsins Fram frá 1908 (þá 12 ára að aldri) og lengstum til 1926, og í stjórn ÍSÍ og fleiri íþróttasamtaka. Hann var varabæjarfulltrúi um hríð. Hann var ritstjóri Árbókar Háskóla íslands 1929-59. Pétur Sigurðsson var sæmdur prófess- orsnafnbót 21. október 1954. Hann var djúprættur í íslensku lííi og menningu og unni landinu, sem hann þekkti flestum betur. Finnbogi Rútur Þorvaldsson, prófessor emeritus í verkfræði, andaðist 6. janúar 1973. Hann var fæddur 22. janúar 1891 í Haga ú Barðaströnd. Stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1912- 13 og lauk þá heimspekiprófi. Hann nam við Den polytekniske Læreanstalt í Khöfn 1913-16, er hann hvarf heim vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar, og aftur 1918-23. Lauk verkfræðiprófi þaðan 1923. Hóf hann brátt störf sem verkfræðingur við embætti vitamálastjóra í Reykjavík, en áður hafði hann starfað á teiknistofu Jóns Þorlákssonar verkfræðings 1916-18 og 1923-24. Er heimsstyrjöldin síðari braust út, var Finnbogi í fremstu röð þeirra manna, er hófust handa um að koma upp undirbún- ingskennslu í verkfræði við Háskóla ís- lands. Hófst hún haustið 1940, og var Finnbogi Rútur forstöðumaður þeirrar kennslu. Árið 1945 var hann skipaður formaður nefndar, er menntamálaráðu- neytið skipaði til þess að gera áætlun um þarfir atvinnuveganna fyrir vísinda- og tæknimenntaða menn, en á þessum árum hófst mikil uppbygging verkmenningar ís- lendinga. Er verkfræðideild var stofnuð 1945, var Finnbogi skipaður einn hinna þriggja pró- fessora deildarinnar. Kenndi hann hafnar- gerð, grundun mannvirkja, efnisfræði og teiknifræði, auk landmælinga. Hann fékk lausn frá embætti 1. september 1961 en starfaði áfram sem stundakennari veturinn 1961-62. Finnbogi Rútur Þorvaldsson stóð föstum fótum í íslenskri menningarhefð og arfleifð feðra sinna og var jafnframt fágaður heimsmaður. Hann vandaði málfar sitt, og vinnubrögð hans einkenndust af vand- virkni, nákvæmni og snyrtimennsku, og gerði hann miklar kröfur um frágang og fínleik teikninga. Hann var strangur kenn- ari en réttsýnn og skyldurækinn og lét sér annt um nemendur sína. Störf hans sem verkfræðings á vegum hafnargerða lands- ins voru farsæl og einkenndust af útsjónar- semi og verksviti. Þeir hafnargarðar og önnur mannvirki er hann gerði reyndust einkar traust, og hlaut hann af þeim verð- ugt lof. í kennslu sinni ræktaði hann með nemendum sínum þessar eigindir, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.