Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 130

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 130
128 Árbók Háskóla íslands Nefnd þessi skilaði ítarlegu starfi, hélt alls 37 fundi. Hún aflaði sér gagna frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Norður- löndum og hafði samráð við innlenda menn, er sérstakan áhuga höfðu á efninu, þau Ólaf Ragnar Grímsson, M.A., Sigur- jón Björnsson sálfræðing, Sigurlaugu Sæmundsdóttur arkítekt, Hallfreð Örn Eiríksson, cand. mag., félagsráðgjafana Maríu Þorgeirsdóttur, Sigrúnu Karlsdóttur og Svövu Stefánsdóttur; og Loft Gutt- ormsson sagnfræðing. Nefndin gerði þegar í upphafi starfs síns könnun meðal stúdenta háskólans um þarfir þeirra fyrir kennslu í þjóðfélags- fræðum. Reyndust þeir stúdentar allmargir sem hefja vildu nám þá þegar (1969 um haustið) í þjóðfélagsfræðum. Var á grundvelli könnunarinnar komið á fót námsskipan í þágu þessara stúdenta með nýtingu þeirrar kennslu í huga, sem fyrir var í háskólanum. Auk kynningar- fyrirlestra í mannfélagsfræði, stjórnmála- fræði, sálarfræði, hagfélagsfræði og félags- ráðgjöf, sem getið er á öðrum stað í Annál, var komið skipan á nám í þjóðhagfrœði, er Ólafur Björnsson prófessor kenndi, töl- frœði, er K. Guðmundur Guðmundsson, cand. act., kenndi, báðir í viðskiptadeild; og (á vormisseri 1970) í sálarfrœði, er Sigurjón Björnsson sálfræðingur kenndi; afbrotafræði, er Jónatan Þórmundsson lektor, síðar prófessor í lagadeild, kenndi, og í félagslegri mannfrœði, er F. Bredahl- Petersen, M.A., kenndi. Tóku um 25 stúdentar þátt í náminu. í ítarlegu áliti (37 s. auk fylgiskjala) ræðir nefndin nauðsyn þess að rannsaka íslenskt þjóðfélag vísindalega. „Hin öra þjóðfélagsþróun, sem orðið hefur [hér á landi] síðustu áratugi ... veldur því, að einstaklingar ... og opinberir aðilar verða sífellt að bregðast við nýjum samfélags- legum vandamálum," segir þar. Rætt er hagnýtt gildi þjóðfélagslegra rannsókna og þess getið, að samfélagsfræði „verði innan skamms ein helsta kennslugrein fram- haldsskóla.“ Þá séu fræði þessi „mjög tengd vandamálum daglegs lífs“ og „menntun á því sviði [komi] mönnum að gagni við fjölmörg og ólík störf“, enda muni þeim stúdentum fjölga á næstunni, „sem ekki leita akademískrar sérhæfingar til tiltekinna starfa“. Leggur nefndin til, að kennslu í þjóð- félagsfræðum verði komið á fót við heimspekideild. (Því hafnaði heimspeki- deild síðar.) Skyldi komið á fót rannsóknarstofnun, „sem bæði sinni undir- stöðurannsóknum á íslensku þjóðfélagi og þjónusturannsóknum á sviði þjóðfélags- fræða.“ Kenna skyldi félagsfræði og stjórn- málafræði, sálarfræði, tölfræði, hagfræði og lögfræði, en kennsla í hinum síðasttöldu skyldi sótt í viðskiptadeild og lagadeild. Nefndin gerði ráð fyrir, að not kennslu í þjóðfélagsfræði yrðu þrenns konar: í fyrsta lagi gætu menn sótt nám og lokið prófi í þjóðfélagsfræði eingöngu, í öðru lagi gæfist mönnum kostur á að nýta þjóðfélagsfræði sem hluta af almennu B.A.-námi, og í þriðja lagi yrðu ýmsar greinar þjóðfélags- fræðinnar til nytja við ýmislegt sérnám í háskólanum, og virtist nefndinni helst „koma til greina guðfræði, læknisfræði, viðskiptafræði, lögfræði og sagnfræði“. Þá gerði nefndin mjög ítarlegar tillögur um námsefni. Þess er enginn kostur að lýsa þeim hér, rúmsins vegna, og vísast til nefndarálitsins, en þar er brugðist við með þeim hætti, að grunnur er lagður að nýrri fræðigrein, jafnstórri viðfangsefnum hinna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.