Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 130
128
Árbók Háskóla íslands
Nefnd þessi skilaði ítarlegu starfi, hélt
alls 37 fundi. Hún aflaði sér gagna frá
Bretlandi, Bandaríkjunum og Norður-
löndum og hafði samráð við innlenda
menn, er sérstakan áhuga höfðu á efninu,
þau Ólaf Ragnar Grímsson, M.A., Sigur-
jón Björnsson sálfræðing, Sigurlaugu
Sæmundsdóttur arkítekt, Hallfreð Örn
Eiríksson, cand. mag., félagsráðgjafana
Maríu Þorgeirsdóttur, Sigrúnu Karlsdóttur
og Svövu Stefánsdóttur; og Loft Gutt-
ormsson sagnfræðing.
Nefndin gerði þegar í upphafi starfs síns
könnun meðal stúdenta háskólans um
þarfir þeirra fyrir kennslu í þjóðfélags-
fræðum. Reyndust þeir stúdentar allmargir
sem hefja vildu nám þá þegar (1969 um
haustið) í þjóðfélagsfræðum.
Var á grundvelli könnunarinnar komið á
fót námsskipan í þágu þessara stúdenta
með nýtingu þeirrar kennslu í huga, sem
fyrir var í háskólanum. Auk kynningar-
fyrirlestra í mannfélagsfræði, stjórnmála-
fræði, sálarfræði, hagfélagsfræði og félags-
ráðgjöf, sem getið er á öðrum stað í Annál,
var komið skipan á nám í þjóðhagfrœði, er
Ólafur Björnsson prófessor kenndi, töl-
frœði, er K. Guðmundur Guðmundsson,
cand. act., kenndi, báðir í viðskiptadeild;
og (á vormisseri 1970) í sálarfrœði, er
Sigurjón Björnsson sálfræðingur kenndi;
afbrotafræði, er Jónatan Þórmundsson
lektor, síðar prófessor í lagadeild, kenndi,
og í félagslegri mannfrœði, er F. Bredahl-
Petersen, M.A., kenndi. Tóku um 25
stúdentar þátt í náminu.
í ítarlegu áliti (37 s. auk fylgiskjala)
ræðir nefndin nauðsyn þess að rannsaka
íslenskt þjóðfélag vísindalega. „Hin öra
þjóðfélagsþróun, sem orðið hefur [hér á
landi] síðustu áratugi ... veldur því, að
einstaklingar ... og opinberir aðilar verða
sífellt að bregðast við nýjum samfélags-
legum vandamálum," segir þar. Rætt er
hagnýtt gildi þjóðfélagslegra rannsókna og
þess getið, að samfélagsfræði „verði innan
skamms ein helsta kennslugrein fram-
haldsskóla.“ Þá séu fræði þessi „mjög
tengd vandamálum daglegs lífs“ og
„menntun á því sviði [komi] mönnum að
gagni við fjölmörg og ólík störf“, enda
muni þeim stúdentum fjölga á næstunni,
„sem ekki leita akademískrar sérhæfingar
til tiltekinna starfa“.
Leggur nefndin til, að kennslu í þjóð-
félagsfræðum verði komið á fót við
heimspekideild. (Því hafnaði heimspeki-
deild síðar.) Skyldi komið á fót
rannsóknarstofnun, „sem bæði sinni undir-
stöðurannsóknum á íslensku þjóðfélagi og
þjónusturannsóknum á sviði þjóðfélags-
fræða.“ Kenna skyldi félagsfræði og stjórn-
málafræði, sálarfræði, tölfræði, hagfræði
og lögfræði, en kennsla í hinum síðasttöldu
skyldi sótt í viðskiptadeild og lagadeild.
Nefndin gerði ráð fyrir, að not kennslu í
þjóðfélagsfræði yrðu þrenns konar: í fyrsta
lagi gætu menn sótt nám og lokið prófi í
þjóðfélagsfræði eingöngu, í öðru lagi gæfist
mönnum kostur á að nýta þjóðfélagsfræði
sem hluta af almennu B.A.-námi, og í
þriðja lagi yrðu ýmsar greinar þjóðfélags-
fræðinnar til nytja við ýmislegt sérnám í
háskólanum, og virtist nefndinni helst
„koma til greina guðfræði, læknisfræði,
viðskiptafræði, lögfræði og sagnfræði“.
Þá gerði nefndin mjög ítarlegar tillögur
um námsefni. Þess er enginn kostur að lýsa
þeim hér, rúmsins vegna, og vísast til
nefndarálitsins, en þar er brugðist við með
þeim hætti, að grunnur er lagður að nýrri
fræðigrein, jafnstórri viðfangsefnum hinna