Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1985, Qupperneq 21
Guðfræðideild og fræðasvið hennar
19
fræðideild verið að þróast úr prestaskóla,
fagskóla, sem fyrst og fremst hefur veitt
starfsréttindi til prestsembætta, í háskóla-
nám sem skoðar manninn í samfélaginu og
markmið hans.
Orar þjóðfélagsbreytingar síðustu ára-
tuga hafa gert meiri kröfur til háskólans, og
nýjar starfsstéttir hafa orðið til, sumpart til
að sinna þeim verkefnum sem prestarnir
gegndu áður.
Einkum á síðari árum hefur markvisst
verið stefnt að auknu samtali við aðrar
fræðigreinar í háskólanum. Árið 1974 var
saniþykkt ný reglugerð þar sem námið var
metið til eininga, sem átti að auðvelda
stúdentum að tengja greinar í guðfræði
skyldum greinum í öðrum deildum. B.A.-
námið í guðfræði stefndi í sömu átt.
Því er ekki að neita að B. A.-námið í guð-
fræði hefur ekki verið eins vel sótt og vonir
stóðu til, og er erfitt að gefa einhlítar skýr-
ingar á lítilli aðsókn að því námi. Guð-
fræðideild hyggst á næstunni ráðast í end-
urskoðun B.A.-námsins og hefja umræður
v,ð aðrar deildir háskólans, einkum við
félagsvísindadeild og heimspekideild, um
aukna og markvissa samvinnu, einnig í
sambandi við nám til embættisprófs.
Undanfarin ár hafa margir kandídatar í
guðfræði farið utan til framhaldsnáms,
sumir þegar að embættisprófi loknu, en
aðrir eftir nokkurra ára störf. Deildin og
einstakir kennarar hafa í flestum tilfellum
milligöngu um námsdvalir við erlenda há-
skóla. Lútherska heimssambandið og Al-
kirkjuráðið hafa veitt mörgum guðfræðing-
um styrki til lengri og skemmri námsdvalar
við erlenda háskóla. Árið 1986 voru 9 guð-
fræðingar í framhaldsnámi. Tveir voru við
háskólann í Lundi í Svíþjóð, fimm í Banda-
r,Ájunum og Kanada, einn í Þýskalandi og
e,nn í Hollandi. Þrír stunduðu framhalds-
nám í trúfræði, tveir í Nýja-testamentis-
fræðum, einn í Gamla-testamentisfræðum
°g þrír í kennimannlegri guðfræði.
Símenntun
Eins og fram hefur komið í fyrri árbók-
um hafa kennarar guðfræðideildar haldið
fyrirlestra og tekið þátt í ráðstefnum á veg-
um hinna ýmsu deilda Prestafélags íslands
á hverju ári, og er gagnkvæm ánægja með
samstarfið.
Kennaralið
Á kennaraliði deildarinnar hafa þær
breytingar orðið að dr. Hallgrímur Helga-
son lét af dósentsstöðu í lítúrgískri söng-
fræði fyrir aldurs sakir hinn 1. janúar 1984.
Jón Stefánsson organisti, sem starfað hafði
við deildina frá 1976 sem söngstjóri, kenndi
lítúrgíska söngfræði til vors 1985, en þá var
staðan auglýst, og var Hörður Áskelsson
organisti ráðinn lektor frá 1. ágúst 1985.
Rannsóknarleyfi höfðu háskólaárin
1982-1983 Jón Sveinbjörnsson prófessor
haustmisserið og séra Bjarni Sigurðsson
dósent bæði misserin, og gegndu þeir séra
Árni Bergur Sigurbjörnsson og séra Sig-
urður Sigurðarson kennslu fyrir þá. Vor-
misserið 1984 höfðu þeir Þórir Kr. Þórðar-
son prófessor og séra Jónas Gíslason
dósent rannsóknarleyfi, og gegndi Gunn-
laugur Andreas Jónsson, cand. theol.,
kennslu fyrir Þóri. Árið 1986 var Einar Sig-
urbjörnsson prófessor í rannsóknarleyfi.
Kennslu fyrir hann gegndi séra Þorbjörn
Hlynur Árnason.
Þórir Kr. Þórðarson prófessor hlaut
þriggja ára lausn frá kennslu og stjórnunar-
skyldu frá 1. júlí 1985. Teol. dr. Sigurður
Örn Steingrímsson var settur prófessor í
hans stað frá sama tíma.
Erlendirog innlendir fyrirlesarar
Dr. theol. Jakob Jónsson, fyrrv. sóknar-
prestur, flutti opinbera fyrirlestra í Nýja-
testamentisfræðum vormisserið 1983.
Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson biskup
flutti á vegum háskólans og guðfræðideild-
ar fyrirlestur um Martein Lúther í minn-