Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1985, Síða 25
Læknadeild og fræðasvið hennar
23
spítala, sem væntanlega munu áfram fjár-
magna aðföng bóka og tímarita. í ljósi
þeirrar framvindu, sem upplýsingabylting-
in felur í sér og þegar er orðin raunveruleiki
við marga læknaskóla, sýnist hér möguleiki
til að taka upp nútímalegar náms- og
kennsluaðferðir, þar sem þetta safn yrði
miðstöð gagna og gæða („Learning Re-
sources Center“).
Stúdentar
I deildinni eru í lok vormisseris 1986 sam-
tals 279 stúdentar, sem skiptast þannig
milli ára:
1. ár 31
2. ár 45
3. ár 40
4. ár 55
5. ár 46
6. ár 62
Nýinnritaðir stúdentar, sem hefja nám á
1- ári haustið 1986, eru 113, en samkvæmt
samþykktum deildar og háskólaráðs er
fjöldi sá sem getur haldið áfram námi (nu-
merus clausus) 36. Er þá miðað við þann
fjölda, sem undir eðlilegum kringum-
stæðum er hægt að að veita þá aðstöðu til
..klinísks" náms, að gott megi teljast að
mati deildarinnar.
Atvinnuhorfur og þjóðfélagsþróun eru
hins vegar þannig, að verði haldið áfram að
mennta og útskrifa árlega 36 lækna, benda
Vel grundaðar athuganir til þess, að vand-
ræðaástand skapist á næsta hálfum öðrum
áratug vegna offjölgunar lækna.
Fastir starfsmenn Háskóla (slands í
fullu starfi og hlutastarfi
Af föstum kennarastöðum í læknadeild
eru aðeins 23 heilar stöður, en 49 hluta-
stöður, flestar þeirra 37% stöður. Stefna
þarf að því að fjölga þeim, sem eru í heilu
starfi, til þess að tryggja læknadeild meiri
starfskrafta, fyrst og fremst við rannsóknir,
en þeir, sem eru í hlutastöðum, hafa nú
rnegnið af vinnuskyldu sinni á sviði kennslu
og stjórnunar. Breytt viðhorf og námshætt-
ir gera líka meiri kröfur til einstakra kenn-
ara við gerð námsefnis, sbr. það sem síðar
verður sagt.
Frá hausti 1982 til vors 1986 hafa fengist
fyrir læknadeild eftirtaldar stöðuheimildir:
1982: 1 sérfræðingur (sbr. grein V.H.A.).
1983: 1 lektor í háls-, nef- og eyrnasjúk-
dómafræði.
1984: 1 staða deildarfulltrúa (ritara).
1984,1985,1986: Engar nýjar kennarastöð-
ur í fjárlögum, en á þessum árum var
beðið um að meðaltali fjórar heilar
stöður kennara auk margra hluta-
staða.
Reynt er að brúa bilið, sem verður milli
þarfa og stöðuheimilda, með aukningu
stundakennslu og ráðningu fleiri stunda-
kennara. Meiriháttar stundakennsla er
ekki æskileg, nema hún sé framkvæmd af
starfsfólki, sem vinnur að rannsókna-
störfum á vegum deildarinnar, en beiðnir
um slíkar stöður hafa ekki hlotið náð fyrir
augum yfirvalda. Slíkar ráðningar eru þó
forsenda rannsóknaverkefna, einkum
tímabundinna verkefna, og gæti einhver
kennsla lent á herðum starfsmannanna.
Innan þess ramma gætu komið læknar í
framhaldsnámi og aðrir háskólamenn í
framhaldsnámi innan deildarinnar. Eins og
áður er getið, er ein staða sérfræðings til
vísindalegra rannsókna til við deildina, og
hafa augu manna opnast fyrir nauðsyn
slíkrar rannsóknastöðu. Beðið hefur verið
um fleiri slíkar stöður. Fyrirsjáanlegur er
mikill skortur á fólki með tæknimenntun,
þegar „Bygging 7“ kemur í gagnið.
Tækjakostur
Læknakennsla án rannsóknaraðstöðu og
viðunandi tækni- og tækjakosts er nánast
óhugsandi. Tækjakostur læknadeildar er
annaðhvort í eigu Háskóla íslands og rann-
sóknastofnana hans eða í eigu sjúkrahúsa
og heilbrigðisstofnana. Tækjakaupafé há-
skólans, sem runnið hefur til læknadeildar,