Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1985, Page 29
Læknadeild og fræðasviö hennar
27
við nýstofnuðu prófessorsembætti í réttar-
læknisfræði og gegndi því samfleytt til árs-
loka 1985. í allri sögu læknadeildar hefur
aðeins einn maður annar gegnt tveimur
prófessorsembættum hvoru eftir annað.
Ólafur var ennfremur forseti læknadeildar
1 6 ár á starfsferli sínum.
Tafla 1
Starfsmenn í árslok 1985
Prófessorar og yfirlæknar........... 2
Sérfræðingar ...................... 10
Aðstoðarlæknar...................... 4
Meinatæknar ....................... 23
Náttúrufræðingar ................... 3
Skrifstofustjórar .................. 2
Læknaritarar ....................... 4
Skrifstofumenn ..................... 4
Bókavörður ......................... 1
Ljósmyndari......................... 1
Rannsóknamenn....................... 5
Aðstoðarmenn........................ 3
Samtals............................ 62
Starfssvið
Starfssvið líffærameinafræðideildar og
réttarlæknisfræðideildar Rannsóknastofu
háskólans er þjónusta, kennsla og rann-
sóknir. Þjónustan er fyrir allt landið,
sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, sjálfstætt
starfandi lækna, Rannsóknarlögreglu ríkis-
'ns, sýslumannsembætti og lögreglustjóra-
embætti. í líffærameinafræðideild er gerð
meinagreining á skurðsýnum, framkvæmd-
ar krufningar, stundaðar litningarannsókn-
ir og greindir litningagallar, og þar fer fram
grunnrannsóknavinna í frumulíffræði.
Réttarlæknisfræðideild annast blóðrann-
sóknir í barnsfaðernismálum og réttar-
krufningar.
Starfsemi
Skurðsýni berast að frá öllum skurðstof-
um landsins. Meirihluti sýna er til almennr-
ar vefjarannsóknar, þar sem venjulegum
aðferðum er beitt til vefjagreiningar. Sér-
rannsóknir eru gerðar á ýmsum sviðum,
einkum þegar um er að ræða lítil vefjasýni,
nýrnasýni, sýni til vefjaónæmisfræðilegra
og vefjaefnafræðilegra athugana og
grunnvinnu fyrir rafeindasmásjá. Sýni eru
flokkuð eftir tegundum, og er nokkur sér-
hæfing hjá starfsliði á hverju sviði.
Krufningar eru gerðar fyrst og fremst
fyrir Ríkisspítalana og Borgarspítalann.
Barnakrufningar eru sérstakt svið. Enn-
fremur eru gerðar réttarkrufningar fyrir
allt landið. Litningarannsóknir eru fyrst og
fremst gerðar á legvatni frá þunguðum
konum, þegar ástæða þykir til, aðallega í
efri aldursflokkum. Einnig eru gerðar litn-
ingarannsóknir hjá vansköpuðum börnum
og á illkynja æxlum og í einstaka öðrum til-
fellum.
Innan frumulíffræðinnar fer fram rann-
sókn á kynhormónabindandi próteinum í
grunnvatni krabbameinsfruma, einkum úr
brjóstakrabbameini, en niðurstaðan er
notuð til ákvörðunar um meðferð.
Læknar Rannsóknastofu háskólans hafa
fasta fundi með læknum ýmissa klinískra
deilda Ríkisspítalanna. Þar er rætt um
sjúklinga sem sýni hafa komið frá til vefja-
greiningar og einnig um dánarmein þeirra
sem komu til krufningar. Fjöldi rannsókna
og tegundir þeirra koma fram í töflu 2.
Húsnæði og tæki
Á árinu 1983 var tekin í notkun mjög full-
komin endurbyggð rannsóknastofa í vefja-
fræði á 2. hæð gömlu byggingar stofnunar-
innar. Vegna eitraðra lofttegunda sem þar
eru voru innréttingar og loftræsting sér-
staklega hannaðar. Jafnframt því var tekin
í notkun sérrannsóknastofa í bráðabirgða-
húsi, eins og upphaflega hafði verið ætlað.
Sérrannsóknastofan annast þær sérrann-
sóknir sem áður er greint frá og er sjálfstæð
eining.