Búnaðarrit - 01.12.1921, Síða 62
260
BÚNAÐARRIT
um náttúrunuar, læra að þekkja veðráttufar, jarðveg,
jurtir og dýr. Alt þetta grípur svo áþreifanlega inn í
verkahring bóndans, að ómögulegt er annað en að veita
því eftirtekt. Margt af þessu lærist ósjálfrátt og fyrir-
hafnarlaust, t. d. við búpeningshirðingu. Þar verður eigi
hjá því komist að veita lífi og þroska dýranna eftirtekt.
Þegar um jarðrækt og garðyrkju er að ræða, tekur
maður eftir því, hversu mismunandi jurtirnar þrífast við
breytileg skilyrði: jarðveg, áburð og raka. Einnig sjer
maður hversu ólikar þær eru að útliti, hvernig þær
þroskast af fræum, sem verða að jurtum eða að stór-
vöxnum trjám.
Bústörfin eru heilnæmari og margbreytilegri en flest
önnur vinna. Þess vegna hefir það mjög mikla þýðingu
fyiir þjóðfjelagið, að meiri hluti þjóðarinnar stundi bún-
að, og það með dáð og dug, því þá alast upp meðal
bænda þjóðnýtir menn, en bændastjettin þarf að vera
fær um að vinna störf sín þannig, að hún geti í sem
ríkulegustum mæli hagnýtt sjer gæði þau, er landið
hefir að bjóða/ Með öðrum orðum, bændurnir þurfa að
þekkja náttúrufar landsins. Þeir þurfa að vera útbúnir
með tæki, sem sigra alla örðugleika, þeir þurfa að geta
hagnýtt sjer örlæti náttúrunnar í sumarblíðunni og góð-
ærunum, til þess að vera ætið viðbúnir að taka á móti
harðindum og óblíðu náttúrunnar, hvenær sem er. Þá
þarf hendin að hafa sem best verkfæri eða vinnutæki,
til þess að geta framkvæmt störf þau, sein vinna þarf,
á sem auðveldastan hátt og á sem skemmstum tíma.
Þar sem veðráttan er óstöðug og hörð, þarf að sigrast
á mörgum örðugleikum. Þá reynir á þrautseygju bænd-
anna og engum liðleskjum er hent að vera í þeirri bar-
áttu. En þar getur líka alist upp þróttmikil og vitur
þjóð, sem eigi lætur alt fyrir brjósti brenna, því þar
sem erflðleikarnir eru mestir, þar er líka mestan sigur
að fá. Vjer íslendingar erum fáir og smáir, og á oss
ber lítið í umheiminum. Það sem getur vakið eftirtekt