Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 89
BÚNAÐARRlt
287
Fyrir ofan bæinn minn er hátt hamrabelti, með mörg-
am smáum og stórum hamra-sillum, en neöan undir
því eru brekkur, alsettar marglitum blómum. Fanst mjer
því næsta heppilegt að gera þar garð í nánd við blómin,
valdi jeg því eina hamra-silluna til þess, þó var hún
ekki stærri en svo, að jeg gat almennilega setið þar
flötum beinum. Var það grasbekkur undur-fagur, að
mjer þótti, og þess verður að hann væri prýddur. Á
þrjá vegu var sljett standberg, en mót sól var uppgang-
ur, sem var liðug hæð mín, með þægilegum sporum í
berginu, til þess að geta komist upp í þessa fögru para-
dís mína. Og þegar jeg hafði tekið þar heima, byrjaði
jeg á verkinu, mældi stærð garðsins, sem svaraði 1 alin
á hvern veg, því meira pláss mátti eigi taka, girti jeg
hann svo með smá steinvölum, er þar var gnægð af í
kring, síðan bar jeg mold í hann, því grunt var á klöpp-
inni. En nú var eftir að planta, kom sjer þá vel blóma-
brekkan neðan undir, notaði jeg hana líka, tíndi þar nú
alls konar blóm, sleit þau af um miðjan stöngul; plant-
aði síðan í þenna nýja garð, þar til hann var alskipaður
fegursta blómskrúði. Fanst mjer nú þetta svo dýrðlegur
staður, að mjer fanst stór þörf, að velja honum tignar-
legt nafn, og eftir langa leit í huga mínum hlaut hann
nafnið Hamrahlíð; og hefði jeg eigi viljað láta þetta ný-
býli mitt fyrir talsverða upphæð. En ekki leið á löngu
þangað til jeg fór að kenna til óánægju yfir því, að
blómin fölnuðu, þegar þau voru þangað komin, í stað
þess að vaxa, en ástæðuna til þess fann jeg ekki þá, en
nú skil jeg hana betur. Blómin voru slitin upp af
rótinni, og þannig fór að jeg varð leið á þessu verki.
Eftir nokkurn tíma fór mjer að detta í hug, hvort ekki
niyndi betra að setja blómin í vatn; fjekk mjer því ein-
hver smá ílát, fylti þau með nýjum blómum, skreytti
nú á nýjan leik nýbýli mitt. Þetta gekk miklu betur.
Jeg gat þannig haldið blómunum lifandi marga daga í
senn, ef jeg skifti nógu oft um vatn á þeim. Þannig