Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 92

Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 92
2fl0 BÚNAÐARRIT þaÖ ráð, að rífa allan bæinn um haustið og settum upp timburbús, sem enn þá slendur í sama formi. Og hið sama vor fann jeg brýna nauðsyn til að sinna garðinum mín- um litla, fanst hann endilega vanta eitthvað það, sem gerði hann að þeim bletti, er jeg fyndi í sanna sælu. Ja, hvað var það, sem svona mikilvægt verkefni gat llutt með sjer, — jú, það voru trje. Þau vantaði enn. Eitt trje, ef það hepnaðist vel, gat orðið þarna sem göfugur húsfaðir, er allir finna traust og tign að búa hjá. En þá var eftir að ná í plöntuna. Hinumegin Markarfljóts, beint á móti bænum mínum, var afar stórt reynitrje, sem margir hljóta að kannast við, því að um það hefir verið ritað í blöðin. En þar eð þetta fljót er ilt yfirferðar, gat jeg ekki bjargað mjer sjálf. Jeg átti bróðir er Eyjólfur hjet (nú dáinn); hann var mjög list— elskur. Hjelt jeg best að biðja hann að fara í plöntuleit, ef ske kynni að trje þetta ætti sjer einhverja afkom- endur. Yarð mjer að trú minni, þvf bróðir minn færir mjer nokkru seinna þrjár reyniplöntur, og þótt þær væru ei nema þumlungs háar, þá fanst mjer jeg hafa eignast stóran fjársjóð, sem jeg þyrfti nú að vernda eins og sjáaldur auga míns. Setti jeg nú þenna fjársjóð i litla garðinn minn með mestu nákvæmni, og jeg hefi vist lesið yfir þeim allar mínar bestu bænir, en hvernig sem það var, döfnuðu þær vel um sumarið. Það sama vor fann jeg nokkrar birkiplöntur og færði þær þangað líka. Dafnaði nú alt vel, var jeg nú stórrík af ánægju yfir þessu og ekki minkaði hún hinn 13. júlí, er jeg eignaðist minn einka son, Ólaf Karl Óskar. Ekki skil jeg enn í því, að jeg skyldi ekki gefa honum eitthvert blómaheiti. Mjer hefir sjálfsagt þótt nóg komið, er nöfn- in voru komin þrjú. Fjekk jeg nú nýtt verkefni, sem að líkindum hefir orðið að ganga fyrir öllu. Þó döfnuðu litlu blessuð börnin mín úti og brostu mjer blítt í hvert sÍDn er jeg gaf þeim að drekka eða hlúði að þeim. En það var oftast á kvöldin, þegar aðrir tóku á sig náðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.