Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 111
BUNAÐARRIT
309
og margir aðrir nytsamir hlutir. Gangurinn upp á
loftið var klæddur hlutfalls-myndum til skýringar ís-
lenskum búnaði. Þar var einnig komið fyrir sýningu
loft-saltpieturverksmiðjunnar norsku og Sápugerðar-
innar „Seros“. Sandgræðslan sýndi þar einnig ýmis-
legt sandgræðslu viðvíkjandi. í annari stofunni á loft-
inu voru prjóna- og saumavjelar frá Haraldi Árna-
syni. Þá voru þar sútuð sauðskinn og sýning áburð-
arfjelagsins danska, töflur frá veðurfræðis-stofunni
og þjettbýlis-kort frá vegamálastjóra. I hinni loft-
stofu Kennaraskólans voru tóvörur Sigurjóns Pjet-
urssonar frá verksmiðjunni „Álafoss". Yar því vel
fyrirkomið og gott sýnishorn þess, hvað hægt er
að vinna úr íslenskri ull með þekking og dugnaði.
3) Svœðið meðfram múrgirðingunni. Á það var raðað
'flutningatækjum, svo sem plógutn, herfum, sáðvjel-
um, sláttuvjelum, rakstrarvjelum, snúningsvjelum
o. fl. jarðyrkjuvjelum.
5) Tjald 24X12 al. stórt. í því voru aðallega sýnd
ýms handverkfæri til jarðyrkjustarfa, var það safn
mjög fjölbreytilegt. Auk þess var þar komið fyrir
ýmsum öðrum munum svo sem ofnum, eldavjelum,
tað- og þorskhausakvörnum o. fl.
6, 7 og 8) Veitingatjöld. Þeim var dálítið öðruvísi fyr-
irkomið en grunnmyndin sýnir.
9) 1 þann reit voru gróðursett trje er Ræktunarfjelag
Norðurlands hefir alið upp af fræi. Sýndu þau Ijós-
lega hvað þróast getur í íslenskri mold, ef hlynning
er sæmileg.
10) Verkfæralms Búnaðarfjelagsins. Á miðri hæð var
fjölskrúðug sýning frá Natan & Olsen (t. d. elda-
vjelar, ofnar, gitðingarefni, handverkfæri o. fl.). Á
loftinu voru sýndir ýmsir íslenskir munir eldri og
yngri, var það allmikið safn, þó eigi eins fjöiskrúð-
ugt og æskilegt hefði verið. Ennfremur var þar
nokkuð af útlendum munum.