Hlín - 01.01.1946, Page 8
6
Hlín
ráðunaut til kenslustarfa (umferðakennara), hefur haldið
manneldissýningu, hefur styrkt til utanferða á norræn
mót og sýningar, annast um útvarpstíma kvenna o. s. frv.
Kvenfjelagasamband Islands er 16 ára (stoínað 1930).
Fjelagasambönd hjeraða eru eldri, sunr um og yfir 30
ára. (Kvennasamband S.-bing. er komið ylir fertugt).
Flest hafa hjeraðasamböndin gengist fyrir stofnun hús-
mæðraskóla, sum þegar l’engið því áhugamáli sínu fram-
gengt, svo senr Samband Suður-Þingeyskra kvenna
(Laugaskóli), Samband austfirskra kvenna (Hallorms-
staðaskóli), Hjeraðssamband eyfirskra kvenna (Lauga-
landsskóli), Bandalag kvenna, Reykjavík (Húsmæðraskóli
Reykjavíkur), Samband borgfirskra kvenna (Húsmæðra-
skólinn við Veggjalaug í Borgarfirði). — Öll liafa þessi
sambönd látið sjer ant um skólana eltir að þeir eru komn-
ir upp. — Þau sambönd, sem ekki hafa enn fengið javí
framgengt, að skólar væru stofnaðir, vinna ötullega að því
máli og eiga álitlega sjóði stolnaða í því skyni, má þar til
nefna: Samband sunnlenskra kvenna, Samband Norður-
Þingeyskra kvenna, Samband Vestur-Skaftfellskra kvenna,
Sam'band breiðlirskra kvenna og Samband kvenna í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu.
Kvenfjelög og Kvenfjelagasambönd hala unnið að því,
hvert á sínu svæði, áratugum saman, að umferðakensla
kæmist á. Hala þau námsskeið verið margvísleg: Saumar,
vefnaður, matreiðsla, garðyrkja, hjálp í viðlögum o. fl. —
Umferðakensla á fullan rjett á sjer senr víðast, þó hús-
mæðraskólarnir komist upp, sú fræðsla er fyrir það fólk,
sem heima situr: Húsmæður og unglinga.
Mörg hafa h jeraðafjelögin tekið þátt í byggingu sam-
komuhúsa, sundlauga og heimavistarskóla. Þau eiga
fallega trjálundi, hafa prýtt kirkju sína o. fl. o. fl.
Bæjafjelögin innan Kvenfjelagasambands íslands hafa
mörg staðið í stórræðum með byggingar. Má þar til
nefna: „Hringurinn", Reykjavík, með Kópavogshælið og
nú Barnaspítalann, — „Hvítabandið", Reykjavík, Sjúkra-