Hlín - 01.01.1946, Page 9
Hlin
7
liiis samnefnt, — ,,Ósk“, ísafirði, Húsmæðraskóli, —
,,Kvik“, Seyðisfirði, Elliheimili, — „Kvenfjelag Seyðis-
fjarðar", Kirkjubygging.
Önnur fjelög hafa lagt fram stórar fjárfúlgur til að
hrinda þjóðþrifamálum í framkvæmd: ,,Framtíðin“, Ak-
ureyri, til Fjórðungsspítala og Elliheimilis, „Hlíf“, Akur-
eyri, til Barnahælis. — Þannig mætti lengi telja.
H. B.
Merkiskonur.
Jóninna Jónsdóttir í Höfnum.
Fyrir og eftir síðustu aldamót bjó í Höfnum á Skaga
merkiskona, sem flestir Norðlendingar könnuðust vel við,
a. m. k. af orðspori. — Staðurinn, Hafnir, var alþektur,
þó afskektur væri, sem stór og mikil jörð með óteljandi
gögnum og gæðum, og um allan fjórðunginn var það
fleygt, að þar væri búið af mikilli rausn og skörungsskap,
og það af ekkju.
Jóninna Jónsdóttir var fædd á Víðivöllum í Fnjóskadal
14. október 1852. — Foreldrar hennar voru ]ón Sigfússon
og Steinvör Jónsdóttir. — Voru þau bæði af merkum ey-
firskum og þingeyskum ættum.
Foreldrar Jóninnu fluttu að Sörlastöðum í sömu sveit,
þegar hún var innan við fermingaraldur, og taldi hún þar
jafnan sínar æskustöðvar og dáði mjög fegurð dalsins síns
og gróður lians.
Á Sörlastöðum dvaldi Jóninna samfleytt til ársins 1876,
er foreldrar hennar fluttu að Espihóli í Eyjafirði. — Á
þeim árum, sem hún átti þar 'heima, gekk hún hálfan
annan vetur í Laugalandsskólann, sem þá var nýstofnað-
ur, hún dáðist mjög að mannkostum frú Valgerðar Þor-
steinsdóttur, og varð fyrir hollum og góðum áhrifum í
skólanum, sem urðu henni gott veganesti á lífsleiðinni.