Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 48
46
Hlín
vel færir í því, og að jafnaði prjónað eina peysu á vetri
hver, eftir 9—10 ára aldur. Auk þess hefur mikið verið
prjónað af hosum og vettlingum, bæði einlitum, tvíbanda
og útprjónuðum. Piltarnir hafa einnig lært að stoppa í
göt á sokkurn og vettlingum, festa tölur o. fk þ. h. —
Marga vetur hafa verið unnin 7—8 stk. á barn að meðal-
tali, en skiljanlega eru þó afköstin nokkuð misjöfn milli
barna, bæði eftir aldri og lagni, dugnaði og áhuga. — Jeg
læt hjer með mynd af sumum barnanna frá í vor, 1946,
þar sem þau eru í peysum þeim, er þau prjónuðu síðastl.
vetur, hvert í sinni peysu.
Þó að börnin hjer í skólahverfinu sjeu nú orðin all-
miklu færri en þau voru á fyrsta skeiði þessara 10 ára, þá
voru þau nokkuð yfir 20, en nú aðeins 12—14, þá er það
altaf nokkrum erfiðleikum bundið, að umgangast svo
mörg börn hálft árið í einkahíbýlum. — En þó er það svo,
að þessi s. 1 10 ár hefur aldrei nokkurn skugga á borið
sambúðina milli mín og barnanna annarsvegar og húsráð-
enda hinsvegar. — Hvað, sem fyrir hefur komið af smáyf-
irsjónum, sem oft kann að verða, hefur það verið jafnað
af einstakri lagni og lipurð frá hálfu Lyngholtshjóna. —
Eg lief iíka stundum sagt það við frú Salbjörgu, bæði í
gamni og alvöru, að hún væri eigi síður fædd kennari og
stjórnandi, en Ijósmóðir, og vita þó allir, er til þekkja,
þvílík fyrirmyndarljósmóðir hún er.
Á jressum síðustu verðbólgutímum er það og ekki ó-
fróðlegt að heyra, að kensla sú, er hjer getur, hefur verið
látin í tje nær því ókeypis, auk lágrar leigu fyrir kenslu-
stofuna og geymslu á áhöldum skólans.
Að svo mæltu færi jeg jreim Lyngholtshjónum bestu
þökk fyrir sambýlið jressi 10 ár, fyrir óeigingjarnt starf
þeirra í þágu barnanna og frábæra umgengnislipurð við
mig og þau á sama tíma.
Bæjum, 12. júlí 1946.
Jóhann Hjaltason.